Ókey, þú gætir haldið í fyrstu að ég sé einhver Tolkien-unfanatic eða eitthvað í þá áttina, en svo er ekki ég er mjög hrifinn af Tolkien og sögum hans og allt saman.

Hinsvegar er þetta efni sem ég hef rekist á erlendu spjalli og þess háttar.

Ég tek það fram að ég hef ekki leitað mér mikilla heimilda svo að eflaust eru til einhverjar heimildir sem vísa þessu algerlega á bug, eða þá öfugt.

[mögulegur spoiler]

Nú, helst ber að nefna að sögur hans byggjast á kynþáttum og hreinleika þeirra, m.a. er álfakynstofninn sá göfugasti og hreinasti. Á hinum enda skalans má nefna Orka og Drísla sem eru verstu sadistar og meiðingamenn. Þá eru það menn sem þó eru sennilega fjölbreyttasti kynstofninn af öllum í sögum hans, til dæmis má nefna Isildur og afkomanda hans Aragorn. Isildur er veiklyndur og lét undan vilja hringsins. Hins vegar streittist Aragorn á móti vilja hringsins og varð elskaður konungur Gondor o.s.fr.

En þarna ber helst að leggja áherslu á að allir kynþáttarnir hafa sín sérkenni sem breytast ekki, nema þá í algerum undantekningum.

Endilega látið í ljós álit ykkar.
(\_/)