JRR Tolkien hafði brennandi áhuga á íslenskum fornsögum og þjóðsögum eins og kannski margir vita. En ekki allir vita hvað í verkum hans er undir áhrifum frá þessum sögum. Ég ætla að reyna að benda á sumt sem gæti verið komið úr norrænum verkum en ekkert ber að taka alvarlega og ef að staðreyndir standast ekki þá biðst ég fyrirfram afsökunar.

Til að byrja með þá eru öll nöfnin á dvergunum sem fara með Bilbo í Hobbitanum tekin úr Eddunni. Sem og nafnið Gandalfur sem er reyndar nafn á dvergi. Þetta vissu nú flestir en það samt fleira sem kemur úr Eddunni. Þegar Melkor/Morgoth var fangaður í seinna skiptið þá var hann limlestur (man ekki alveg hvernig þetta var nákvæmlega) og svo kastað í tómið og hvarf hann því að eilífu. Eftir að Óðinn og bræður hans Vé og Vili höfðu drepið jötuninn Ými þá fleygðu þeir honum í Ginnungagap og úr varð Jörðin. Middle-earth er náttúrulega bara bein þýðing úr Miðgarður. Ekki er það víst en hugmyndin að öllum hringunum, níu fyrir mennina og svo framvegis gæti verið komin frá því að Baldur átti hring einn er hét Draupnir en hafði hann þann kost að á níundu hverri nóttu uxu úr honum átta nýir hringir. Að láta orka nota varga í stað hesta gæti hafa komið frá því að eftir dauða Baldurs þá sömdu æsirnir við Hel um að Baldur fengi að fara frá henni ef allir grétu hann. Ein jötunkona var það þó sem grét ekki en hún kom til ásanna ríðandi á vargi og með höggorm fyrir beisli. Oft hefur Gandalfi verið líkt við Óðin þar sem Gandalf gekk um með staf og minnti á gamlan mann en Óðinn bar spjótið Gungnir en Óðinn bar skegg mikið og var hann því kannski líkur Gandalfi. Eftir að Beren sker einn silmerillin úr krúnu Morgoths þá gleypti úlfurinn Carcharoth silmerillinn. Í ragnarrökum þá mun úlfurinn er rekur daginn áfram gleypa sólina. Nafnið Gimli er norrænt en vestur-íslendinga borg í Kanada heitir Gimli. Hún er eflaust skýrð eftir þeim sal er best var að vera í eftir ragnarök en hann heitir Gimlé. Glaurung minnir mig dálítið á veruna Níðhögg. Glaurung var dreki en ekki með vængi og oft er talað um hann sem orminn mikla eða orm Morgoths. Níðhöggur var ekki með vængi hann var einhverskonar risa ormur eða snákur. Drekarnir í verkum Tolkiens voru mjög gáfaðir, Níðhöggur var viti borinn því hann gat talað. Ég las einhverstaðar að Aragorn og Narsil séu komin úr sögunni af sigurði Fáfnisbana. Ég hef ekki lesið þá sögu svo ég get ekki sagt um það en ef einhver hefur lesið hana þá vil ég endilega fá að vita hvort þetta tengist eitthvað.

Ég vil benda á að allt það sem ég hef skrifað hér að ofan eru bara kenningar og eða hugmyndir. Ekkert bera að taka alvarlega en það er samt ljóst að eitthvað af norrænu- goðafræðinni hefur valdið innblástri hjá Tolkien. Allar mínar heimildir um norrænu-goðafræðina eru komnar úr Gylfaginingu og getur hver sem er lesið sig til og reynt að finna eitthvað sem er líkt í henni og verkum Tolkiens.
,,Maby the traidor will betray himself and do good that he does not intend."