Ég gerði þessa grein út af skólanum og vildi fá að vita hvað öðrum finnst um hana og endilega látið mig vita ef það er eitthvað sem ég hef farið rangt með.

Hringadróttinssaga
1. Föruneyti hringsins, fyrsta bók

Höfundur: J.R.R. Tolkien
Útgefandi og útgáfu ár: Fjölvi, útgáfa 2001
Blaðsíðutal: 228 bls.

Aðalpersónur bókarinnar eru Fróði, Sómi, Kátur, Pípinn, Aragorn og Gandalfur. Fróði, Sómi, Kátur, og Pípinn er Hobbitar sem er smávaxinn kynstofn líkur mönnum, um 1,50m á hæð. Þeir búa í húsum sem eru hólar, holaðir að innan og með hurð, gluggum og allt eins og venjulegt heimili. Þessir Hobbitar eru á u.þ.b. á sama aldri, eitthvað um 25 eða svo. Fróði er ekkert rosalega hugrakkur til að byrja með en verður það seinna, Pípinn er svolítill vitleysingur og eyðileggur fyrir hinum en er samt mikilvægur seinna meir. Sómi er mjög tryggur og áreiðanlegur þó hann geri stundum skyssu. Tolkien lýsir ekki mikið útliti á persónum sínum heldur leyfir hann lesendum að nota ímyndunarafl sitt. Aragorn, öðru nafni Stígur, er Rekki eða maður sem flakkar um og á sér ekkert sérstakt heimili. Hann er rúmlega þrítugur og er með axlasítt dökkt hár, sterkur og fölt andlit. Hann er réttlátur, og gefur ekki meiri upplýsingar heldur en hann þarf. Gandalfur lítur út fyrir að vera milli 50 og 60 ára með sítt grátt hár og skegg. Hann er Vitki eða göldróttur maður, með vitrustu og valda mestu mönnum í Miðgarði án titils né krúnu.
Mér fannst Barlómur, eigandi Fáksins fjöruga, skemmtilegastur af því að hann doltið fyndinn og alveg í rusli eftir að hann gleymdi að láta Fróða fá bréf sem honum var ætlað. Keli Krækill var hins vegar sú persóna sem ég þoldi ekki, hann bý í Brý og er í sambandi við svörtu riddarana eða nazgûlana sem eru útsendarar Saurons, óvinarins í austri.
Sagan byrjar í Héraði en það er bústaður Hobbita en færist í gegnum Fornaskóg þar sem tré með eigin vilja lifa. Þaðan yfir Kumlhóla til Brý sem er Manna þorp. Yfir Vindbrót sem er gamall útsýnisturn og þaðan marga tugi mílna til landamæra Rofadals sem er bær Álfa.
Sagan gerist ekki í okkar heimi og minnir helst á norður Evrópu og Skandinavíuskagan í kringum 1000 e.Kr. Oft er hoppað yfir nokkura ára kafla sem ekkert er að gerast en frá byrjun tekur hún nokkur ár.
Ég man best eftir því þegar Bilbó, frændi Fróða hélt 111 ára afmælisveislu sína sem náði frá hádegismat til kvöldverðar og í enda veislunar hélt Bilbó ræðu sem fjallaði að stórum hlusta um að hann væri á förum. Síðan setur hann upp töfrahring, hringinn eina sem Óvinurinn skóp, og varð ósýnilegur í smá stund og hljóp í burtu.
Að mínu mati er þetta mjög góð bók, alltaf er spennunni haldið uppi, mjög góð lýsing á landslagi en væri ekki gott að lesa hana fyrir yngri krakka af því að það er þungur texti og mikið af örnefnum og heitum í gangi, auk þess að þetta er löng bók.
Ég hef einnig lesið Hringadróttinssaga 1. Föruneyti hringsins, önnur bók og Hringadróttinssaga 2. Tveggjaturna-tal, þriðja bók og fjalla þær um það sem gerist næst í baráttunni við hringinn.
Tolkien var 13 ár að skrifa Hringadróttinssögu eða frá 1936 til 1949. Tolkien var málfræðingur og byrjaði að gamni sínu að búa til mál að fornum hætti og var í því orðaforði, beygingar og orðasambönd. Þegar það var búið ýmindaði hann sér verur sem töluðu þetta mál og með tímanum voru komnir Hobbitar, Álfar, Dvergar og Orkar ásamt fjölda annara dýra. Tolkien var fluglæs á íslensku og hjálpaði það mikið við þýðinguna á bókinni af því að hann notaði oft íslensk heiti á hinum ýmsu hlutum. Einnig var hann mikið skáld og eru heilu blaðsíðurnar af ljóðum, allt frá fornum hetjum til gaman söngva. Sonur hans var hermaður í heimsstyrjöldinni síðari og fékk hann alltaf senda kafla úr bókinni.


vinsamlegast verið ekki að skrifa neinn skít í álit.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig