Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Olversdottir
Olversdottir Notandi frá fornöld 58 ára kvenmaður
1.066 stig

Djúpsteiking (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hafið þið ekki lent í því að vera að djúpsteikja og kartöflurnar eða annað sem er verið að steikja er lint og hálf ógeðslegt af oliunni af því að hún rennur ekki nógu vel af ? Allavega lenti ég oft í því en ég er búin að finna lausn, ég nota gömul dagblöð þau draga betur í sig fituna, trixið er að setja matinn á dagblað strax eftir steikingu og ekki hafa of mikið á hverju blaði svo að færa þetta yfir í skál með dagblaði í botninum (má hafa eldhúsrúllubréf yfir ef vill)

Hanna, Björn og Júlli (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 18 árum, 1 mánuði
harpajul þú átt virkilega falleg börn, eru þau alltaf svona dugleg að leika við litla bróðir? Eða ert þú svona mikið með þeim úti?

Bólusetningar ? (26 álit)

í Börnin okkar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er pínu forvitin núna. Sonur minn sem er nýorðin 6 ára lenti í því um daginn að meiða sig, hann rakst á annan strák á leikskólanum og beit í kinnina á sér og fékk stórt sár á innanverða efrivör (munaði ekki miklu að það hefði farið í gegn) bara svona eðlilegt slys, en ég er nottlega taugaveikluð mamma og rauk með hann til læknis. Þá fékk ég að vita að öll 5 ára börn hérna í Danmörk allavega væru bólusett fyrir einhverju sem kemur frá Austurlöndum. Þetta er einhvað sem ég vissi ekki um og...

Skoðanakönnun (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það vantar alveg einn möguleika í þessa skoðanakönnun sem er í gangi núna. Ég virðist alltaf þurfa að svara öllum skoðanakönnunum en þessari get ég ekki svarað. Það er spurt hvort maður ætli að koma með barn árið 2003, en ekki gefinn möguleiki á að svara að maður eigi nú þegar fullt af börnum og sé einfaldlega hættur. Ég á 5 börn elsta er 20 ára en yngsta verður 5 í des svo ég er hætt í barneigninni enda varð ég 40 ára um daginn. Æ fyrirgefið ég bara varð að kvarta yfir þessu þar sem ég get...

BarbQ rjómasósa (góð með grillinu) (5 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
250 ml vatn 1 teningur kjuklingakraftur 5 msk barbq sósa (ykkar uppáhalds) 1 peli rjómi sósuþykkni vatnið sett í pott og hitað, teningurinn bræddur í vatninu, barbq sósan sett úti og hituð með, rjómanum bætt í og þykkt út með sósuþykkni. Borin fram með grilluðu kjöti eða bara ollum kjötréttum. Verði ykkur að góðu. StarCat

Túnfisksalat (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
1 dós túnfiskur í vatni (vatninu hellt af ) 1/2 rauðlaukur (saxaður) 4 harðsoðin egg 1 tsk karry 1 - 1,5 bolli majones allt hrært saman í skál og borið fram kalt með niðurskornum gulrótum og agurku eða bara saltkexi og snakki Einnig er sniðugt að skella þessu í matvinnsluvélina og þá er komin ídyfa. Verði ykkur að góðu StarCat

Grill (3 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Jæja þá er sumarið komið allavega hérna í Danmörk :) Ég elska að grilla í góðu veðri eins og svo margir aðrir, en þar sem ég bý hérna útí sveit þá er ekki hlaupið að því að skreppa í búðina ef einhvað vantar svo að maður verður oft að prófa einhvað nýtt, ég var að grilla á föstudaginn og uppgötvaði að ég átti ekki barbque sósu svo ég fór að nota hugarflugið og bjó hana til, þó ég segi sjálf frá þá kom hún ass…… vel út svo hérna læt ég því fylgja uppskriftina sem kom útúr þessu. BarbQue sósa...

Stafsetningarvillur !!!!!! (22 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvert íslenskan stefnir? Mér finnst rosalegt hvað fólk getur skrifað hrikalega vitlaust, það er eins og margir geri sér ekki grein fyrir muninum á K og G eða T og D. Er ekki kennd stafsetning ennþá í skólum landsins ? Ég hef aldrei verið sterk í stafsetningu og geri fullt af villum sjálf sem ég kannski tek ekki eftir eða geri óvart, en mér ofbýður hvernig margir geta skrifað og hvernig fólk getur skrifað. Ég fer að spá í hvort að Íslenskan sem maður er svo...

Meira grænmeti (4 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég er á einhverju grænmetisflippi þessa dagana. Í gær ákvað ég að hafa einhvern góðan grænmetisrétt í matinn svo að ég fór að kíkja á hvað væri til í ísskápnum og þar fann ég ýmislegt. Og það sem kom útúr þessu var rosalega gott. Ég er með 6 manna fjölskyldu þannig að mínar uppskriftir eru yfirleitt fyrir 4-6 eftir því hvort allir séu heima eða ekki en hérna kemur uppskriftin. ca. 1/8 af hvítkálshaus smátt skorið 1 gulrót skorin í teninga 1 og 1/2 laukur sneiddur 5 hvílauksrif skorin 1/4...

Kleinur (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
500 gr hveiti 165 gr sykur 3 tesk ger 2 1/2 dl mjólk 1 tesk hjartarsalt 2 egg 40 gr brætt smjörl hnoðað og djúpsteikt Verði ykkur að góðu :)

Skúffukaka í tilefni skoðanakönnunarinnar (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
4 bollar hveiti 3 bollar sykur 2 bollar mjólk 1 bolli brætt smjörliki 4 matsk kakó 3 egg 2 tsk natron (matarsodi) 1 tsk vanilludropar allt sett í skál og hrært vel saman (samt ekki of mikið) bakað við 180 °c í ca 30 min krem 1 egg 2 msk brætt smjör (matarlitur að eigin vali eða smá kakó) flórsykur þeytt vel saman þar til kremið er þykkt og gott að smyrja því á kalda kökuna. Verði ykkur að góðu :)

Kaldur svalandi ávaxtadrykkur (góður á heitum sumardegi) (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
1/4 liter mjolk 1 banani 100 gr jarðaber smá sítrónusafi banani og jarðaber skorið í jafna frekar smáa bita og sett í frysti í ca 1 - 2 tíma mjólkin sett í matvinnsluvélina og síðan bætt í frosnum ávöxtum á meðan vélin er látin vinna á þessu sítrónusafinn settur útí og smakkað til sett í glös og súkkulaðispæni eða kökuskrauti stráð yfir skreitt með jarðaberi og röri

Kína grænmeti með engifer (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
1 msk olia 3 msk ferskrifinn engifer 1 rif hvítlaukur pressaður 4 vorlaukar skornir í bita 230 gr vatnakastaniur úr dós 425 gr smámais úr dós 50 gr fínskorið kínakál 125 gr baunaspírur 1 msk sojasósa 1-2 msk kínversk ostrusósa 2 tsk sesamolia olian hitist á wokpönnu eða stórri pönnu engifer og hvítlaukur steikt létt bætt við vatnakastaniur og babymais og steikt meira ca 30 sec restinni bætt í og látið seiðast í smá stund eða þar til þetta er meirt sesamolian sett síðust í. Þetta er rosalega...

Ferskur ávaxtasafi (1 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ef ykkur langar í ferskan ávaxtasafa en eigið ekki safapressu þá er sniðugt að nota matvinnsluvélina. Ég hef prófað þetta með appelsínum. Takið appelsínurnar og afhýðið þær skerið þær í báta og setjið í matvinnsluvélina og maukið þær, sigtið svo mesta ávaxtakjötið frá og drekkið safann. Þetta er rosalega gott og hressandi með morgunmatnum. Verði ykkur að góðu :)

Djúpstektar karry kjötbollur (1 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
250 gr kjöthakk (fitulítið) 200 gr brauðrasp 1/2 tsk salt 4 tsk karry (má setja meira ef þið viljið sterkt karrybragð) smá pipar pínu mjólk allt sett í matvinnsluvél eða hrærivél og hrært vel saman (á að vera mjög þykkt) mótaðar litlar bollur og djúpsteiktar þar til þær byrja að dökna vel. Borið fram með hrísgrjónum og eða frönskum kartöflum. Verði ykkur að góðu :)

(Meira grænmeti) TexMex chilibaunir (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Fyrir 4 1 matsk olia 2 hvítlauksrif pressuð 2 smáir ferskir chiliávextir fíntsaxaðir 1 laukur fíntsaxaður 1 græn paprika söxuð 1 dós nyrnabaunir (kidney-beans) 1 dós tómatur saxaður með safa 1 tómatsalsa eða tomatpurre lítil dós 1 tsk púðursykur notið þykkbotna pönnu hitið oliuna hvílauk chili og lauk og látið malla í ca 3 min við vægan hita eða þar til laukurinn fer að brúnast. Setjið þá restina samanvið suðan látin koma upp lækkað undir og látið malla í ca 15 min undir loki eða þar til...

Viðbrögð fólks ? (1 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mér finnst soldið vanta að maður fái einhver viðbrögð frá fólki hérna þegar maður er að reyna að pósta einhverju sem manni finnst gott og sniðugt. Svona einhvað smá til að peppa mann upp og láta mann vita að það er einhver sem prófar þetta. Hér með auglysi ég eftir viðbrögðum við öllum þeim uppskriftum sem eru póstaðar inn bæði sem grein eins og það sem fer inná korkana. Ég er viss um að ef það kæmu einhver viðbrögð þá væri fólk duglegra við að senda inn uppskriftir og góð ráð. Með fyrirfram...

Grænmetis Ungverskur pottréttur. (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
4 stórar kartöflur 1 matskeið ólifuolia 30 gr smjör 1 hakkaður laukur 1 rauð og 1 græn paprika grófhakkað 440 gr tómatar úr dós eða 1 dós niðursoðnir tómatar 2,5 dl grænmetiskraftur 2 tsk paprikukrydd salt og svartur pipar Skrælið kartöflurnar og steikið þær á pönnu uppúr oliunni og smjörinu þangað til að þær byrja að brúnast laukur og paprika sett samanvið og steikt við vægan hita í ca 5 min, restin sett samanvið og hrært í, smakkist til með salt og pipar, látið malla í potti í ca 10 min í...

Skífan (9 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ok ég veit að það er ekkert sniðugt að vera með copy paste en ég geri það nú samt í þetta skipti. Ég var bara að spá í hvort að þeir komist upp með svona vitleisu. Hvað með alla þá sem nota tölvurnar sínar sem græjur og eiga kannski ekki geislaspilara nema í tölvunni eiga þeir semsagt ekki að fá að hlusta á music nema þá kannski einhvað piratdót sem þeir verða að kaupa annarsstaðar eða verða sér útum af því að þeir geta ekki lengur verslað sér geisladísk útí búð ? Tekið af...

Tískan í dag (6 álit)

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég er í smá vandræðum. Ég bý erlendis en á 14 ára dóttir á Íslandi, mig langar að kaupa einhvað fallegt handa henni en HVAÐ ER Í TÍSKU Á ÍSLANDI Í DAG? Hvað er sniðugast að kaupa fyrir 14 ára stelpu sem fylgir tískunni og pælir mikið í hverju hún er. T.d. hvernig buxur eru í tísku og hvernig peysur, bolir, eða skyrtur eru ? Er einhverstaðar síða á netinu sem hægt er að sjá hvernig þetta er ? Með fyrirfram þökk fyrir allar ábendingar StarCat

Ísland í dag já (9 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Er nema furða að maður hafi flúið land og sé búsettur erlendis með fjölskylduna. Ég á góða vinkonu á Íslandi sem er einstæð móðir með 4 börn, hún bjó í íbúð sem borgin á en var borin út á þriðjudaginn var. Íbúðin sem hún bjó í var í félagslega eignaríbúðarkerfinu en var seld á uppboði í september. Henni var ekki gefinn kostur á að fá að borga leigu eða neitt var bara borin út og þar sem hún hefur ekki í neitt húsnæði að venda þá var dótinu hennar komið í geymslu og hún má vera á flakki með...

Einfaldur og fljótlegur bakstur gott að eiga í frystirnum þega óvænta gesti ber að garði (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Tebollur Fljótlegt að baka og gott að eiga í frysti 4 egg 250 gr sykur 250 gr smjörlíki 1 dl mjólk 500 gr hveiti 4 tsk lyftiduft c.a. 100 gr súkkulaði saxað Sykur og smörlíki þeytt saman. Eggjunum bætt úti. Restinni blanda ég saman með sleif. Sett á bökunarplötu með skeið. Bakað við blástur 180°C. Þangað til þær eru orðnar gulbrúnar. _________________________________________________________________ Bananabrauð Krökkum finnst þetta voða gott 1 egg 150 gr sykur 2 þroskaðir bananar 250 gr...

Softice (kalóríulítill) (1 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Það eru allir að berjast við aukakílóin svo mér datt í hug að skella inn einni uppskrift sem er alveg meiriháttar. 250 ml undanrenna eða 1/4 líter 300 gr frosin jarðaber eða einhverjir frosnir ávextir sem fást í öllum búðum passið bara að lesa innihaldslýsingu og næringarinnihald uppá að velja einhvað með fáum kalóríum í. smá sítrónusafi sætuefni eftir smekk og hversu mikið kalóríuinnihald þú vilt hafa. aðferð. setjið undanrennuna í matvinnsluvél og setjið á hæðsta setjið ávextina útí smátt...

Hrísgrjón (1 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Mér datt í hug að setja inn hérna hugmynd sem ég hef mikið notað mér þegar lítið er til í ísskápnum. Eins og margir vita þá eru hrísgrjón mjög góð með öllum mat og eru ekki dýr. Þegar ég var á Íslandi þá keypti ég alltaf Jasmin hrísgrjónin sem fást í Bónus í hvítum poka 2 kíló þau eru ódýr og mjög góð og ef maður fylgir uppskriftinni sem er á pakkanum þá er mjög auðvelt að elda þau. En þá að hugmyndinni minni. Ef þú átt einhvað lítið til í ísskápnum þá er um að gera að finna til einhvað sem...

Nýr korkur ?? (0 álit)

í Matargerð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Datt í hug hvort ekki væri hægt að setja upp nýjan kork sem er eingöngu fyrir megrunarfæði eða hitaeiningalitlar uppskriftir ? Það er einhvað sem mér (og mörgum öðrum) finnst vanta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok