Mér datt í hug að setja inn hérna hugmynd sem ég hef mikið notað mér þegar lítið er til í ísskápnum. Eins og margir vita þá eru hrísgrjón mjög góð með öllum mat og eru ekki dýr. Þegar ég var á Íslandi þá keypti ég alltaf Jasmin hrísgrjónin sem fást í Bónus í hvítum poka 2 kíló þau eru ódýr og mjög góð og ef maður fylgir uppskriftinni sem er á pakkanum þá er mjög auðvelt að elda þau.
En þá að hugmyndinni minni. Ef þú átt einhvað lítið til í ísskápnum þá er um að gera að finna til einhvað sem finnst þar getur verið gömul gulrót laukur afgangar frá deginum áður eða bara einhvað sem er ætt steikja það á pöonnu með smá olíu og skella soðnum hrísgrjónum útí og hita það saman krydda með smá pipar og aromat. Þetta getur verið rosalega gott og það er hægt að nota alla afganga með þessu. Einnig ef það er smá afgangur af súpunni þá er um að gera að skella soðnum hrísgrjónum á pönnu og smá olíu hita það upp og setja svo súpuafgangana útí og krydda að eigin smekk, Aromat passar með öllu :) Þetta þræl virkar hérna á mínu heimili og krökkonum finns rosalega gott að fá eggjahræru með hrísgrjónum og smá sojasósu útá gerist ekki mikið ódýrari matur.
Verði ykkur að góðu sem þora að prófa.