Ég get ekki annað en velt fyrir mér hvert íslenskan stefnir? Mér finnst rosalegt hvað fólk getur skrifað hrikalega vitlaust, það er eins og margir geri sér ekki grein fyrir muninum á K og G eða T og D.
Er ekki kennd stafsetning ennþá í skólum landsins ?
Ég hef aldrei verið sterk í stafsetningu og geri fullt af villum sjálf sem ég kannski tek ekki eftir eða geri óvart, en mér ofbýður hvernig margir geta skrifað og hvernig fólk getur skrifað.
Ég fer að spá í hvort að Íslenskan sem maður er svo stoltur af og hefur kannski ekki breyst svo mikið í aldanna rás, sé að taka stakkaskiftum og hvort maður verður að fara í málanám til að ná henni aftur upp ef maður vill fylgjast með?
Bara smá vangaveltur frá Frónara búsettum erlendis.