Tebollur

Fljótlegt að baka og gott að eiga í frysti

4 egg
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
1 dl mjólk
500 gr hveiti
4 tsk lyftiduft
c.a. 100 gr súkkulaði saxað

Sykur og smörlíki þeytt saman. Eggjunum bætt úti. Restinni blanda ég saman með sleif. Sett á bökunarplötu með skeið.

Bakað við blástur 180°C. Þangað til þær eru orðnar gulbrúnar.

_________________________________________________________________

Bananabrauð

Krökkum finnst þetta voða gott

1 egg
150 gr sykur
2 þroskaðir bananar
250 gr hveiti
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
Þeytið eggið og bætið sykurinum saman við í skömmtum. Þeytið vel saman við eggið í hrærivél.
Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggið í hrærivél.
Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif.
Setjið í vel smurt aflangt form,1 1/2 lítra, og bakið í 180°c en 160° með blæstri í heitum ofni í 45 mínútur.
eða lengur eftir þörfum ég hef potað í það með prjón til að finna hvenær það er til.
_________________________________________________________________


Kryddbrauð

Fínt að leyfa krökkunum að gera þetta

160 gr hveiti
150 gr sykur
120 gr haframjöl
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk kakó
1 tsk natron(matarsódi)
3 dl mjólk
Hrært allt saman með sleif.Mjög gott að láta deigið liggja í c.a 1 klukkutíma og leyfa því að blotna vel saman.
Bakað við 200°C en með blæstri 180°C í 30-50 mín.