4 stórar kartöflur
1 matskeið ólifuolia
30 gr smjör
1 hakkaður laukur
1 rauð og
1 græn paprika grófhakkað
440 gr tómatar úr dós eða 1 dós niðursoðnir tómatar
2,5 dl grænmetiskraftur
2 tsk paprikukrydd
salt og svartur pipar

Skrælið kartöflurnar og steikið þær á pönnu uppúr oliunni og smjörinu þangað til að þær byrja að brúnast laukur og paprika sett samanvið og steikt við vægan hita í ca 5 min, restin sett samanvið og hrært í, smakkist til með salt og pipar, látið malla í potti í ca 10 min í viðbót eða þangað til kartöflurnar eru meirar og soðnar. Berist fram með ristuðu brauði og jafnvel hrísgrjónum.
Verði ykkur að góðu :)


Mér fannst að þetta yrði að koma sem grein líka þó að ég hafi sent þetta inn sem svar við korki, það eru ekki allir sem lesa öll svörin þar og mér hefur fundist vanta grænmetisrétti hingað inn einnig einhvað sem er kaloriulítið eða megrunarfæði :)