Jæja þá er sumarið komið allavega hérna í Danmörk :)
Ég elska að grilla í góðu veðri eins og svo margir aðrir, en þar sem ég bý hérna útí sveit þá er ekki hlaupið að því að skreppa í búðina ef einhvað vantar svo að maður verður oft að prófa einhvað nýtt, ég var að grilla á föstudaginn og uppgötvaði að ég átti ekki barbque sósu svo ég fór að nota hugarflugið og bjó hana til, þó ég segi sjálf frá þá kom hún ass…… vel út svo hérna læt ég því fylgja uppskriftina sem kom útúr þessu.

BarbQue sósa

ca. 1 bolli tómatsósa
4 matsk. soja sósa
ca. 1 bolli púðursykur (dökkur)

hrært saman og kryddað með chilli, salti, smá pipar og kjöt og grill kryddi.

Verður að smakkast til með kryddinu því að við höfum hvert okkar smekk á hvernig þetta á að bragðast.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum sem er að grilla og kemst ekki í búðina.

Verði ykkur að góðu
StarCat