Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

MAP
MAP Notandi frá fornöld 26 stig

Re: Ellisif Tinna Víðisdóttir

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ef ég man rétt heitir það meinsæri, í skársta lagi meinyrði og dylgjur, og ber að refsa fyrir með embættissviftingu ef hún hefur engar sannanir fyrir þessum alvarlegu ásökunum.

Re: 11 sept í Chíle

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég held að þessi dæmi séu óbeint tengd. Það var yfirgangur bandarísku ríkisstjórnarinnar, sem kom svo vel fram þegar CIA hjálpaði Pinochet til valda, sem varð ástæða árásanna 11 sept. Og á meðan enginn múslimi er sakfelldur fyrir árásina getum við ekki lokað á að hefnigjarn Chilebúi hafi staðið fyrir öllu saman.

Re: Kappakstur í Kópavogi

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hvað heldur þá að græðist með hækkun bílprófsaldurs úr 17 í 18? Þetta snýst allt um þroska og reynslu, ekki beinan aldur. Og eitt með greind og réttindi, þá ætti fyrst að prófa svipað dæmi með kosningarétt. Þá kæmi kannski ríkisstjórn með viti á klakann.

Re: Bölvaðir dyraverðir!!

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég efast um að þetta hafi verið Osama bin Laden. Ég trúi heldur ekki að hann hafi verið Adolf Hitler, þessi sem skrifaði þetta hefði tekið það fram ef gaurinn sem var barinn hafði verið komin hátt yfir 110 ára aldurinn, eða skegjaður arabi. Og ef barnaperrarnir eru farnir að stunda barina í staðin fyrir leikskólana þá er það ágætis byrjun í endurhæfingu. Þetta er náttúrulega hneykslanlegt að einhverjir steraboltar með mikilmennskubrjálæði hafi hnefaréttinn í miðborginni.

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þetta sýnir akkúrat að Bandaríkin haga seglum eftir vindi þarna sem og annarsstaðar. Þeir vita að ef Rússarnir fara inn í Georgíu fara þeir sennilega ekki burt í bráð. Og rússneskt herlið í landi lætur menn sennilega hugsa sig um áður en þeir borga blóðpeninga og verndarfé til NATO.

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Eitt með Hitler, Bandaríkin, Bretland og Frakkland plægðu allt Þýskaland fyrir Hitler, þannig að ég sé ekki hvað var svona gott með það.

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hver er sá munur? Ég sé hann ekki.

Re: Eru BNA menn Endanlega Gengnir af Göflunum?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hvað er að því að vitna í Saddam? Ég meina, hann er kannski ekki í bestu aðstöðunni til að tjá sig um málin en byssubrjálæðingar geta líka haft á réttu á standa. Ef þú ætlar að útdeila sleggjudómum eftir því í hverja hverjir vitna ertu á hættulegri braut.

Re: 11. sept.... Hvar voruð þið stödd?

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ja ég verð að segja til að byrja með að morð á saklausum borgurum er alltaf viðbjóður og menn ættu að sjá sóma sinn í því að beina spjótum sínum að einhverjum sem geta borið hönd fyrir höfuð sér. En svo má velta því fyrir sér hvort 2000 manns sé réttlætanlegur fórnarkostnaður ef það leiðir til að 200 milljónir opni augun aðeins?

Re: Táknmynd

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hættu að dissa John Lennon, mesta og besta laga og textahöfund sem jörðin hefur alið af sér.

Re: Hvers vegna er kannabis ólöglegt?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
En ef þú treystir valdhöfum til að dæma algjörlega um hvort hin ýmsu efni séu heilsuspillandi kemur þú honum í þá stöðu að hann getur bannað eitthvað sem hann heldur að sé heilsuspillandi og óheilbrigt en er það kannski ekki. Þú kemur honum einnig í þá stöðu að hann gæti þess vegna bannað e-ð sem heilsuspillandi vegna þess að honum væri borgað fyrir það. Ég meina, hvað heldur þú að Ölgerðin Egill Skallagrímssonn sé tilbúin að borga fyrir að losna við kók af markaðinum, ef hann gæti? Ég er...

Re: Hvers vegna er kannabis ólöglegt?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Menn verða háðir svo mörgu. Ef forsjárhyggjan á að banna kannabis af hverju ekki allt sem gæti hugsanlega orðið ávanabindandi að neyta, svo sem áfengi og gosdrykkir. Spurningin er: hvar á að draga mörkin?

Re: Hverjir geta klúðrar innrásinni í Írak?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Og hvað með það? Eiga kanarnir ekki sömu efni í tonnavís? Eiga þeir ekki líka atómbombur? Ég verð að segja fyrir mitt leiti að ég treysti George Bush meira til að NOTA draslið heldur en nokkurn tíma Saddam Hussein. Þetta eru nú ekki einu tvö ríki í heiminum sem hafa notað gereyðingarvopn.

Re: Hvers vegna er kannabis ólöglegt?

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er bara spurning hversu mikið og langt “stóri bróðir” er til í að gaga í að vernda okkur fyrir öllu og öllum. Það er kannski hægt að skaða sjálfan sig með grasreykingum, en ég spyr er hægt að skaða aðra? Ef svo er ekki er sennilega ekki hægt að banna það skv frelsi eins og það var skilgreint í frönsku byltingunni.

Re: Peace4all í Ísrael

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nújá er það? IDF hefur í trúarofstæki sínu farið um Vesturbakkann og Gaza-ströndina drepandi, rænandi, ruplandi og rústandi húsum og framgangan er svo vaskleg að Adolf Hitler hefði ekki getað gert betur. Mossat, leyniþjónusta Ísraelsríkis, hefur viðurkennt með stolti að þeir hafa beitt Palestínumönnum pyntingum við yfirheyrslum. Þeir eru meir að segja svo stoltir af afrekum sínum að fyrrverandi yfirmaður Mossat er núnverandi sendiherra Ísraella í Dannmörku. Ariel Sharon, réttkjörinn...

Re: Hverjir eru vondu kallarnir

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Eitt sem ég vil leiðrétta hjá þér. Þótt Stalín hafi lært guðfræði er hann sekur um að hafa BANNAÐ kirkjuna og því er ekki hægt að tengja ódæðin hans við Kirkjuna. Annars er ég fullkomlega sammála þé

Re: Hverjir eru vondu kallarnir

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Af hverju er Khohemi svona vondur?

Re: MP3

í Bækur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Efast um það, því miður.

Re: Stoltur barnamorðingi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Fjölmiðill er aldrei traustari en heimildin og heimildarmennirnir sem eru að tjá sig.

Re: Stoltur barnamorðingi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já, hann P4all var bannaður og honum sparkað seint í júní (minnir mig).

Re: Ævintýri góða dátans Svejks

í Bækur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Æðisleg bók! Ég hlustaði á hana bæði í útvarpinu þegar hún var lesin þar, fékk hljóðbókina lánaða og hlustaði á hana aftur þar og síðan þegar ég sá hana í kiljuformi fyrir síðustu jól(á einhvern 1000-2000 kall) eignaðist ég hana þannig og hef lesið hana tvisvar eftir Það. Ég er ekki ennþá kominn með leið á henni, algjör snilld sem væri sennilega besta bók heimssögunnar ef Hasek hefði náð að klára hana.

Re: peace4all...

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Alveg móttækileg rök, ég sakna fíflsins persónulega ekki, en samt eru þetta alveg skiljanleg rök.

Re: Sanngjörn fordæming?

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Nújá, og þú heldur virkilega að þessi ísraelska nefnd hafi ekki fengið “niðurstöðurnar” upp í hendurnar. Og ef þýska nefndin hefði úrskurðað ísraellanum í óhag hefði einhver æpt „gyðingahatur, gyðingahatur“.

Re: Skífan, MP3, afritun á CD og fleira...

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Að hugsa sér að menn ryfji hér upp „þá gömlu góðu daga“ þegar 50 mín af tónlist+20 grömm af plasti kostuðu „bara“ þau laun sem tók mann allt að því 4 klst að vinna sér inn fyrir.

Re: Davíð....

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Skemmtilegt að heyra manninn ráðast þannig á einn dyggasta stuðningsmann sinn hann Hannes Hólmstein. Annars vil ég ekki skrifa undir það að Davíð Oddson sé fífl, það þarf býsna klókan mann til að haldast í embætti þrátt fyrir allan hrokann, allar lygarnar og allan dólgsháttinn sem maðurinn hefur sýnt. Fíflin eru þeir sem kusu hann.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok