Góðan dag góðir hugarar!

Ég hef núna síðustu viku verið að lesa bókina “Ævintýri góða dátans Svejks” eftir Jaroslav Hasek. Þessi bók fjallar um, eins og titillinn gefur til kynna, ævintýri góða dátans Svejks. Hann er uppi á þeim árum sem fyrri heimsstyrjöldin átti sér stað. Hann er akkurat dáti í austurríska hernum og lendir í ýmsum ævintýrum

Það sem er svona sérstakt við Svejk er að hann kemst alltaf úr öllum vandræðum, sökum þess hann er alltaf með svo mikinn sakleysis svip. Hann er löggiltur hálfbjáni (eða eitthvað því um líkt) og sleppur frá ýmsum vandræðum bara út af því. Hann tekur hverju sem ber á hendur með heimspekilegri ró og á óþrjótanlegt sögusafn sem hann deilir með samferðamönnum sínum.

Þetta er yndisleg skemmtilesning og ég mæli eindregið með þessari bók.

Höfundur bókarinnar kláraði þó ekki bókina því hann dó en þó er til framhald af bókinni sem annar maður skrifaði. Bókin kom fyrst út í Prag 1920-1923 og kom fyrst út á Íslandi 1942-1943
Passaðu þrýstinginn maður!!