Bara svona til gamans: Hvar voruð þið stödd þegar þið heyrðuð fréttirnar um hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum? Og hvernig leið ykkur?
Ég er að vinna hjá Íslandspósti (að bera út póst), og ég var bara í mesta sakleysi að vinna þann daginn, og var ekki með neitt útvarp á mér. Ég hafði tekið aukahverfi þannig að ég var búin seint, og kom ekki heim fyrr en um hálf 5. Ég var ekki komin með tölvu heim til mín þá (fékk hana ekki fyrr en í nóvember í fyrra), þannig að ég kveikti af einhverri rælni á sjónvarpinu ef það skyldi vera eitthvað skemmtilegt þar. Ég varð hissa þegar það var svo einhver fréttatími, hvort það voru ekki þeir Logi Bergmann og Bogi Ágústsson sem voru þar að segja frá einhverjum turnum sem höfðu hrunið. Ég man að ég hugsaði: “Ha, varð eitthvert slys?” Svo heyrði ég hvað hafði í raun og veru gerst. - Síðan um kvöldið sögðu þeir frá öllu sem hafði gerst í New York, og sýndu myndirnar af flugvélunum að fljúga inn í WTC. Það var hræðilegt, sérstaklega að sjá fólkið sem var fast á efstu hæðum turnanna og komst ekki út… :((( Ég skammast mín ekkert fyrir það að segja að ég hágrét það kvöld, eins og hver annar tilfinningaflippaður Kani.
Svo fór maður niður í bandaríska sendiráðið næsta dag og skrifaði í bókina. :)
En ég man að ég hugsaði: “Gvöööð! Þetta þýðir stríð!” Ég sagði líka við pabba síðar: “Ja nú skil ég hvernig þín kynslóð (hann er 71 árs) upplifði það þegar seinni heimsstyrjöldin hófst!”
Svo þegar ég hlustaði á ræðuna hans Bush, varð ég þvílíkt reið og langaði barasta til að fara bara og sparka í rassinn á Ósóma Bin Laden. :D
Já, svona er maður nú amerískur inni við beinið. ;D