Mitsubishi 3000GT Í tilefni umræðu um MMC 3000GT hér á bílakorkinum væri nú ekki úr vegi að rifja upp nokkrar staðreyndir í sambandi við þennan bíl sem sumir elska en aðrir hata.

3000GT var fyrst kynntur til sögunnar árið 1991 og var hann samvinnuverkefni Mitsubishi og Chrysler en Chrysler seldi þennan svipaða útgáfu af bílnum undir nafninu Stealth. 3000GT átti að vera framlag Mitsubishi í svokallaðan lúxussportbílaflokk en þar voru fyrir bílar eins og Acura NSX, Chevrolet
Corvette, Mazda RX-7, Nissan 300ZX og Toyota Supra.

Bíllinn kom í þremur útgáfum: 3000GT, 3000GT SL og 3000GT VR-4 og var VR-4 sú öflugasta en sú útgáfa var boðin með 3.0 lítra Twin Turbo V6 DOHC 24-ventla vél sem skilaði 320 hö @ 6000 rpm, 6 gíra Getrag handskiptum gírkassa, fjórhjóladrifi, fjórhjólastýri, leðurinnréttingu ásamt fleiru.

3000GT hefur verið prófaður af ótal bílablöðum og hafa menn ekki verið á eitt sáttir með hann. Sumir hafa fallið í stafi og næstum neitað að skila lyklunum til baka meðan aðrir hafa verið dauðfegnir við að losna við bílinn. Helsta gagnrýnin hefur verið á fjöðrunarkerfi en bíllinn þykir grjótstífur svo vægt sé tekið til orða og ef einhverjar ójöfnur eru á vegi á hann það til að hendast á milli akreina , sem er btw ekki mjög sniðugt á hraðbrautum í USA eins og þarlend bílablöð hafa sumhver bent á. Aðrir hafa ekki verið hrifnir af innanrými en menn sem eru mikið yfir 180 cm eiga víst ekki mikið erindi inn í 3000GT og svo eru aftursætin brandari en bíllinn er merkilegt nokk skráður fyrir 4 farþega. En aðrir eru mjög hrifnir af akstureiginleikunum og sagði ónefnt bílablað (sem ég man ekki ennþá hvað heitir) “Eini
munurinn á MMC 3000 VR4 og Ferrari er sá að sá síðarnefndi er dýrari”. 3000GT lenti í 6. sæti á lista sem nefndist “Top 10 Cars To Drive Women Crazy” by Max Speed Magazine. Til gamans má geta þess að eitthvert USA bílablaðið gerði einmitt könnun á þessum sama hlut en komust að því að konur veittu bílnum enga athygli en hinsvegar fékk hann mikla athygli fá karlmönnum. Það þótti ekki gott.

Einhver slatti af 3000GT hefur verið fluttur inn til landsins af öllum gerðum en því miður eru þeir flestir tjónaðir og/eða flæddir uppí topp svipað og með Mitsubishi Eclipse. Staðan í dag er því sú að menn hafa lítin sem engan áhuga á því að kaupa sér svona bíl sökum erfiðrar endursölu sem er svipuð staða og með Mitsubishi Eclipse og sést það td á því að innflutningur á Eclipse er alveg horfinn því að enginn Eclipse af nýju gerðinni sem kom á markað árið 2000 er á götunni á Íslandi í dag.