Bílgreinasambandið Nú er nýbúið að taka í notkun stórsniðuga nýjung á heimasíðu Bílgreinasambandsins. Nú geta menn reiknað út verðið á bílnum sínum með því að slá inn gerð, árgerð og ekna kílómetra og þá fæst út hið margfræga og oft á tíðum geysilága (þegar umboðið ætlar að taka bílinn uppí) viðmiðunarverð bílaumboðanna. Hér er búið að samtengja gagnagrunna bílaumboðanna og eiga allar tegundir að vera þarna inni. Gallinn er hinsvegar sá að það er ekkert tillit tekið til aukabúnaðar sem er oft mjög loðið og teygjanlegt hugtak. En engu að síður stórgott framtak hér á ferð.

Slóðin er www.bgs.is og svo er “viðmiðunarverð” valið