Rally Kýpur - Preview Rally Kýpur eða Cyprus Rally verður háð um næstu helgi og er þetta 6. umferðin í WRC rallseríunni. Ökumenn og keppnislið hafa lýst sérleiðum þessa rall með einni setningu: Hot, rough and slow test on man and machine.

Cyprus Rally er yngsta rallið í WRC seríunni en það var fyrst keyrt árið 1970 og varð fljótlega þekkt sem eitt af fjórum skemmtilegustu röllunum í Evrópukeppninni í rallakstri (European Championship) og var það einkumm þekkt fyrir mjög skilvirkt skipulag ásamt erfiðum sérleiðum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mótshaldara tókst þeim ekki að koma rallinu inn í WRC seríuna og var það einkum út af því að FIA vildi fjölga rallkeppnum utan Evrópu. En þegar kínverska rallið (China Rally) hætti árið 2000 opnaðist gullið tækifærið fyrir Kýpur rallið til að komast inn í WRC seríuna og var ákveðið að það skildi ekið í september. Í ár hefur það verið fært fram og er nú ekið 1-3 júní. Sérleiðir rallsins eru mjög grófar og rykugar og er meðalaksturshraði á flestum þeirra um 50 km/klst sem er um helmingi lægri meðalhraði en í flestum öðrum röllum. Lítill meðalhraði ásamt þeirri staðreynd að rallið hefur verið flutt fram í júní þýðir það að hætta á ofhitnun hefur aukist talsvert. Carloz Sainz sigraði rallið í fyrra en annars hafa Subaru og Lancia bílar verið sigursælastir í þessu ralli.

Rallið hefst eins og áður hefur komið fram föstudaginn 1. júni nk og alls keyrðar 22 sérleiðir á þremur dögum og eru þær samtals um 350 km langar.

Rásröð 10 fyrstu bíla er eftirfarandi en alls eru 83 bílar skráðir til leiks:

1. MARCUS GRONHOLM-TIMO RAUTIAINEN Peugeot 206 WRC
2. DIDIER AURIOL-DENIS GIRAUDET Peugeot 206 WRC
3. CARLOS SAINZ-LUIS MOYA Ford Focus WRC
4. COLIN MCRAE-NICK GRIST Ford Focus WRC
5. RICHARD BURNS-ROBERT REID Subaru Impreza WRC
6. PETTER SOLBERG-PHILIP MILLS Subaru Impreza WRC
7. TOMMI MAKINEN-R.MANNISENMAKI Mitsubishi Lancer
8. FREDDY LOIX-SVEN SMEETS Mitsubishi Carisma
9. KENNETH ERIKSSON-S.PARMANDER Hyundai Accent WRC
10. ALISTER MCRAE-DAVID SENIOR Hyundai Accent WRC

Ég ætla að leyfa mér að spá fyrir um röð 3 eftstu manna í lok rallsins og lítur spáin svona út:

Richard Burns - Subaru Impreza WRC
Colin McRae Ford Focus WRC
Tommi Makinen MMC Lancer

Og svo er bara að bíða og sjá til hvernig úr rætist.