Lancia Thesis Ítalski bílaframleiðandinn Lancia frumsýndi nýjustu afurð sína á bílasýningunn í Genf ef ég man rétt í byrjun febrúar sl. og kallast nýji bíllinn Lancia Thesis. Þessi bíll á að keppa við S-línu Mercedes og 7-línu BMW og er að hluta til byggður á Lancia Dialogos . Bíllinn þykir hafa bæði nútímalegt og klassískt yfirbragð og inniheldur innréttingin ma við, leður og ál í bland við nýjustu græjur. Framendi bílsins þykir sérstakur en hann skartar stóru og áberandi grilli og tígullaga framljósum. Sjálf húddið er mjög óvenjulegt og á hönnun þess að skírskota til 3. og 4. áratugarins. Bíllinn er um 5m að lengd og er hjólhafið 2,8m þannig að ágætis pláss ætti að vera innandyra. Sala hefst á honum í Evrópu í sumar en óvíst er um hvort leiðir hans liggi til Íslands en Lancia hefur ekki verið mikill sölubíll hérlendis undanfarin ár hvort sem um er að kenna slöppu umboði eða tregðu landsmanna til að versla ítalska bíla.