Samanburður á nokkrum dekkjategundum. Í tilefni af endurtekinni dekkjaumræðu hérna þá ákvað ég að taka saman smá pistil út frá grein í Automobile Magazine þar sem bornar voru saman nokkrar dekkjategundir.

Prófunin fór fram á Ford Mustang SVT Cobra árgerð 1998 og var orginal dekkjastærð undir þann bíl notuð en það er 245/45ZR17. Prófið var þríþætt. Fyrst voru dekkin prófuð á malbikuðum þjóðvegi utanbæjar og þar var einkum horft á bremsuvegalengd, grip og veghljóð. Næsta próf fór fram innanbæjar á týpísku borgarmalbiki og þar skipti hávaðamengun miklu máli ásamt stöðvunarvegalengd við bæði þurrar og blautar aðstæður. Að lokum var haldið á kappakstursbraut sem kallast Gingerman Raceway og er nálægt Michiganog voru brautartímar bornir saman á milli dekkjategundanna. Þar voru dekkin prófuð með tilliti til hegðunar í braut við kappakstursaðstæður. Með öðrum orðum: Það var tekið vel á því!

Dekkin sem tóku þátt voru:

BFGoodrich g-Force T/A KD
Dunlop SP Sport 9000
Michelin Pilot SX MXX3
Goodyear Eagle F1
Yokohama Advan-032R
Pirelli Super Sport P7000
Bridgestone Potenza S-02

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

1. sæti
BFGoodrich g-Force T/A KD
Rökstuðningurinn að baki valinu var einkum sá að þau virtust grípa alveg sérdeilis vel bæði þegar bremsað var snögglega og þegar tekið var rösklega af stað og skipti þá engu hvort malbikið var þurrt eða blautt. Tiltölulega lítil veghljóð var frá þeim en þó bar dálitið á veghljóði þegar keyrt var á 70 km hraða eða hægar. Brautartími bílsins á kappaksturbrautinn var í meðallagi góður og gripu dekkin vel á brautinni. Góð dekk við allar aðstæður.

2-3. sæti
Dunlop SP Sport 9000
Lítil sem engin hljóðmengun og skipti engu hversu hægt eða hratt var ekið og þau stóðu sig mjög vel við blautar aðstæður. Þóttu ekki jafn stöðug við þurrar aðstæður og BFGoodrich. Brautartími bílsins á þessum dekkjum var undir meðallagi en Dunlop dekkin hjálpuðu samt til að gera aksturinn léttan og skemmtilegan.

2-3 sæti
Michelin Pilot SX MXX3
Stóðu sig mjög vel við blautar aðstæður og skiluðu brautartíma yfir meðallagi. Veghljóð var í meðallagi yfir 50 km hraða en þegar ekið var hægar fór að bera á miklu veghljóði. Holur og aðrar ójöfnur á vegum voru mjög áberandi þegar ekið var hratt og meira áberandi heldur en þegar bíllinn var á BFGoodrich eða Dunlop. Góð dekk við blautar aðstæður.

Restin:

Goodyear Eagle F1, Price $203
Talsvert veghljóð og skipti engu hversu hratt/hægt var ekið og voru holur og ójöfnur á veginum áberandi eins og þegar Michelin var undir bílnum. Ótrúlega gott grip við þurrar aðstæður en grip var undir meðallagi við blautar aðstæður. Á brautinni bar talsvert á undirstýringu.

Yokohama Advan-032R,
Ekki er mælt með þessum dekkjum ef bílnum er eingöngu ekið innanbæjar. Veghljóð var ótrúlega áberandi og svo áberandi að prófunarmennirnir stoppuðu nokkurn sinnum til að fara út til að gá hvort að það væri ekki örugglega sprungið á einhverju dekkinu. Grip var mjög gott við blautar og þurrar aðstæður. En þessi dekk voru í sérflokki á kappakstursbrautinni. Bíllinn náði um hálfri sekúndu betri brautartíma en næsta dekkjategund. Ekkert bar á dekkjaýlfri þegar beygt var skart en slíkt ýlfur bendir til þess að dekkin séu um það bil að missa gripið. Niðurstaðan var því einföld og skýr: If you always drive with your helmet on, the Yokohamas are for you.

Pirelli Super Sport P7000
Grip þessara dekkja var ekki gott. Það var svo sem allt í lagi á þurru yfirborði en var hreint út sagt hörmulegt við blautar aðstæður. Mikið var á veghljóði þegar keyrt var hægar en 70 km/klst. Brautartíminn á kappakstursbrautinn var næst lélegastur og þóttu dekkin standa sig best úti á þjóðvegi.

Bridgestone Potenza S-02
Stóðu sig einna best við blautar aðstæður en frammistaða við þurrar aðstæður var ekki góð og þar var bremsuvegalengdinn sérstaklega löng. Stóðu sig sæmilega á kappaksturbrautinni en skortur á gripi við þurrar aðstæður þýddi að dekkin voru bara alls ekki nógu hraðskreið.


Lokaniðurstaða:
Ef þú ert mikið á kappakstursbraut skaltu fá þér Yokohama því þau voru í sérflokki þar en voru hinsvegar vond allstaðar annarsstaðar og setti veghljóðið þar stórt strik í reikninginn. BFGoodrich g-Force KD komu vel út við allar aðstæður en þó ber að athuga að þau voru hönnuð með bíla eins og Mustang SVT Cobra í huga. Dunlop SP Sport 9000 komu á óvart enda kannski ekki hönnuð með þennan bíl í huga og var mælt með þeim ef menn ætluðu að fara að stunda Autocross. Michelin Pilot SX MXX3 þóttu bera af við blautar aðstæður.