Subaru XT Subaru XT var fyrst settur á markað í febrúar 1985 í USA en í júní sama ári í Japan. Í Japan var hann seldur undir nafninu Subaru Alcyone en Alcyone er nafn á mjög skærri stjörnu í stjörnuklasa sem heitir Subaru á japönsku en Subaru merkið er einmitt samsett úr 6 stjörnum. Subaru Alcyone var hinsvegar seldur á öllum öðrum mörkuðum undir nafninu Subaru XT.
Aðalsmerki XT var straumlínulöguð hönnun á yfirbyggingu og átti bíllinn að minna á fuglategundirnar hauk eða örn í útliti.
Straumlínulögðu hönnun tryggði að CD loftmótstöðustuðull (CD = Coefficient of Drag) var einungis 0,29 sem var það lægsta sem náðst hafði á þessum tíma. Til gamans má geta að CD stuðull á 5. kynslóð Corvette sem var kynnt árið 1997 var einnig 0,29 sem gerði Corvette að straumlínulagaðasta bíl í framleiðslu á þeim tíma.
Vélin í Subaru XT var auðvitað boxervél en í boxervélum liggja stimplarnir hver á móti öðrum, með öðrum orðum liggja þeir lárétt en í venjulegum bílum liggja stimplarnir lóðrétt.
Bifreiðakaupendur tók XT misjafnlega og almennt vakti bíllinn frekar litla hrifingu og var ástæðan einkum hið framúrstefnulega og jafnframt hið hálf misheppnaða útlit bílsins. Þetta var fyrsta tilraun Subaru til að hanna eigin sportbíl og má segja að næsta tilraun hafi tekist mun betur en þar fór Subaru út í samvinnu við Giorgetto Giugiaro hjá ItalDesign og var útkoman Subaru SVX sem vakti mikla lukku.

Statistic um Subaru XT AWD 1.8VR Turbo árgerð 1985

Lengd: 4450 mm
Breidd: 1660 mm
Hæð: 1335 mm
Vél: Vatnskæld 4 strokka boxervél
Slagrými: 1800 cm3
Þjöppunarhlutfall 7.7:1
Hestaflafjöldi: 135 @ 5600 rpm