Smá sögukennsla í WRC Í tilefni af umræðu á bílakorkinum um “Stöðuna í WRC” finnst mér nú ekki úr vegi að koma með smá sögukennslu í WRC.

Fyrst er það spurningin um hvaða bílaframleiðandi hefur verið sigursælastur sl 10 á og þá horfi ég á tímabilið frá 1990 til 2000.
Einfaldasta leiðin til að skera úr um það er að mínu mati að telja heimsmeistara titlana sem hver bílaframleiðandi hefur halaði inn á þessu tímabili.
Þá kemur eftirfarandi í ljós.
Subaru, Lancia og Toyota hafa unnið 3 titla hver en Peugeot og Mitsubishi 1 hvort. Það má því segja að Subaru, Laccia og Toyota séu þau sigursælustu en Subaru vann sína titla á árunum 1995-1997 á Impreza (Impreza 1995-1996 en Impreza WRC 1997), Lancia vann sína titla á árunum 1990-1992 á Delta Integrale (unnu reyndar titilinn 6 sinnum í röð á árunum 1987-1992) en Toyota vann 2 titla á árunum 1993-1994 á Celica 4WD og bætti þeim seinasta í safnið árið 1999 en þá voru þeir á Corolla WRC.
Mitsubishi náði sínum titli árið 1998 en þá voru þeir á Lancer og Carisma WRC en Peugeot vann sinn í fyrra eins og menn muna eflaust en þá keyrðu þeir á 206 WRC.

Ef horft er á ökumenn og á hvaða bílum þeir voru á er staðan þessi:

Tommi Makinen: 4 titlar og allir fyrir Mitsubishi (1996-1999)
Juha Kankkunen: 2 titlar 1991 fyrir Lancia og 1993 fyrir Toyota
Carlos Sainz: 2 titlar og báðir fyrir Toyota (1990 og 1992)
Colin McRae: 1 titill 1995 fyrir Subaru
Marcus Gronholm: 1 titill 2000 fyrir Peugeot
Didier Auriol: 1 titill 1994 fyrir Toyota.
Hérna eru Toyota og Mitsubishi jöfn með 4 titla hvor.

Það má því segja að ef horft er á hverjir hafi unnið heimsmeistaratitillinn sl 10 ár í keppni ökumanna og framleiðenda þá séu Subaru, Mitsubishi, Toyota og Lancia sigursælust.
Af þessum fjórum liðum eru aðeins tvö þeirra að keppa í WRC í dag og það eru Subaru og Mitsubishi.