Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: íslensk ást að fornu

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mjög flott. Frábær hugsun og formið nánast fullkomið. Sem er gott…. Ég er formkall….

Re: Dans

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Flott, en mér fyndist flottara að sleppa fyrstu línunni :-)<br><br><i>„Þá bræður hörfa og herja vítisöfl, til eru höfðingjar við Ísland bláu fjöll, sem heldur vilja deyja en lifa í þeirri smán að hafa ekki gefið sem þeir gátu verið án.“</i> KK

Re: Tvö lítil ljóð

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já svo sannarlega. Það er engin lygi að kvenfólk lætur okkur semja bestu ljóðin. Fyrra stykkið er mjög fallegt og seinna ljóðið flott líka, en smt ekki jafn flott.

Re: Álfaslóðir

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er hrifinn. Mjög flottur stíll og góð vísun í þjóðsögur. Vel gert.

Re: Minni Jóns úr Vör.

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Miklu betra stöff. Flott minning. Smá ljóðstafarugl reyndar en töff eigi að síður.

Re: áramótaheitið

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Humm, ættirðu kannski aðeins að staldra við??

Re: Orðaglíma

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég varð svo spenntur þegar ég las upphafið en svo hallaði undan fæti. Frábær hugmynd og ef þú hefðir sýnt aga og haldið þig almennilega við formreglurnar þá hefði þetta verið helflott. En þú tapaðir þessari orðaglímu.

Re: Ég elskaði þig.

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Alveg lofandi byrjun. Ekki gallalaust en margt gott. Það er girntist en ekki girndist og einmanaleiki er með einu n-i. En mér fannst endurtekningin á “ég elskaði þig” mjög töff og þetta fullkomna formleysi er svolítið skemmtilegt. Haltu áfram.

Re: Huggun?

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“Sársaukinn brenni burt í draumunum” Flott lína og heilt yfir nokkuð gott bara :-) Maður er bara farinn að gera svo miklar kröfur til þín.

Re: Hjarta

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Vil bara taka fram að það sem ég átti við í raun var að mér fannst þetta dálítið ruglingslegt og í belg og biðu. Mér sýnist ágætis pæling í þessu er bara pínu ringlaður eftir þetta. Og í Guðs bænum ekki spyrða mig saman við aðra sem eru að gagnrýna hérna núna. Ég á það ekki skilið :-)

Re: Á Hannesarhól

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Af hverju fór þetta á kork? Flott.<br><br><i>„Þá bræður hörfa og herja vítisöfl, til eru höfðingjar við Ísland bláu fjöll, sem heldur vilja deyja en lifa í þeirri smán að hafa ekki gefið sem þeir gátu verið án.“</i> KK

Re: Silfruð spor.

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Fallega saman sett en ákveðinn skortur samt á sál og anda í þessu. En fallegt, vil ítreka það.

Re: Silfruð spor.

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Og enn ferðu á kostum maria88. Enn vil ég benda þér á að tjá þig um eitthvað annað.

Re: Hjarta

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég skil ekkert í þessu ljóði. Ekki neitt.

Re: póstmaður deyr

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Skoðun þín er svo sem eins mikils virði og hvers annars en að mínu mati kolröng eigi að síður. Og að mínu mati ættir þú að einbeita þér að því að tjá þig um eitthvað sem þú hefur vit á.

Re: póstmaður deyr

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er svo skemmtilegur stíll hjá þér. Niðurrifið er æðislegt. Titillinn væntanlega smá vísun í Sölumaður deyr. En spurning hvort það hefði verið flottara að segja Landpóstur. Það gerir kannski vísunina í hetjuímyndina sterkari. Og er brosið ekki kalið, frekar en kulið. Ég er ekki viss um að þetta orð sé til.

Re: Strákurinn með stóra typpið

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er hneykslaður!! Nei OK ég er ekki hneykslaður. En þetta brýtur nú ekkert blað í sögu ljóðagerðar er það nokkuð. Annars finnst mér að hér ætti að vera klámvísnakorkur.

Re: Misrétti !

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Æ ég veit það ekki. Jú jú kannski þokkalega ort en ég er bara svo ósammála þessum heimsósómapælingum hjá þér. En miðað við klukkutímann hefur þú góða tilfinningu fyrir formi, en stundum ertu að bjarga þér fyrir horn í ákveðnum ljóðlínum, ef þú skilur hvað ég er að fara.

Re: Fánýti

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Alls ekki þitt besta en samt mjög flott. Kann vel við svona knappan stíl. Segir meira en mörg orð að meira að segja dótið þitt sem er ekki svo gott er samt alveg þrusugott, ef þú skilur mig.

Re: Kaldar hendur

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Dálítið flott. Smekklegur texti. En einhverra hluta vegna snertir þetta mig ekki eins og mér finnst að það ætti að gera. En aknnski er það bara ég.

Re: hún elskar mig, elskar mig ekki

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta á að vera “hikstakasti” en ekki “kistakasti” Veit ekki einu sinni hvað það er!!!

Re: hún elskar mig, elskar mig ekki

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
OK…. Spes, but then again, þú ert gjarnan mjög spes. Það sækir á mig sú hugsun að það sé einhver pæling í þessu kistakasti. Ég bara sé ekki hver. Fer maður ekki að hiksta ef einhver hugsar illa um mann? Er það ekki þjóðtrúin? En flott, alveg þrælflott. Ekki þitt flottasta reyndar en flott.

Re: Tilbrigði við ástarsorg

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þetta er svo svo flott. Og það þarf töluvert mikið til að ég segi þetta um óhefðbundinn kveðskap.

Re: Er til fátækt ?

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég verð að játa mig gjörsamlega ósammála. Finnst orðalagið víða klúðurslegt og óljóst hvað verið er að segja. Vonbrigði af því að dótið þitt hérna hefur hingað til verið verulega flott. Svo sannarlega ekki vel unnið að mínu mati. Ofstuðlanir áberandi og gegnumsneitt óvandað. Óskaplega óánægður í ljósi þess að ég er vanur að sjá skemmtilegri hluti frá þér.

Re: Að hitta herra Guð.

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mér finnst endirinn betri. Flott að tækifærin séu komin fram yfir, mjög kúl. Hinar viðbæturnar eru ágætar en finnst þær kannski lengja ljóðið óþarflega. En rétt lengd ljóða er alltaf smekksatriði.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok