Ég ýti á takka og ljósið slökknar
Myrkur í tómu herberginu
Ekkert þar nema ég og myrkrið
Sem yljar mér og faðmar mig

Augnaráð og bendandi fingur
Mér líður illa með það í kringum mig
Þá langar mig bara til þess að faðma myrkrið
Og sitja í því ein

Skært ljós sker í augun
Þegar að hurðin er opnuð
Mig langar til að loka aftur
En þá kemur þú inn

Við sitjum saman í myrkrinu með glas á milli okkar
Sá sem fyrr sýpur er frjáls
Frjáls undan oki lífsins
Dauðinn frelsar okkur

Ég teygi mig í glasið og þú lítur upp
Horfir á mig sársaukafullt
Okkur langar bæði til að súpa
En hugrekkið er brotið

Við horfumst í augu og hendurnar skjálfa.

Afhverju þurfa mannshendurnar alltaf að vera svo kaldar?
Afhverju eru þær ekki einsog myrkrið?