Þá riðu hetjur um héröð
hamingjan hrein og blá
Sakleysið sveif yfir öllu
Og skilnaðartíðnin var lág.

Héldust í hendur tvö saman
Horfðust í augu, svo kær
Fjarri þeim firring og efni
Í fjarskanum menningin glær.

Nú snýst allt um glyngur og gróða
Því græðgin tók ástinni við.
Sálin fer sölum og kaupum
Seld, en fær engan grið

Er ástin úr hugum vor horfin?
Er ástin um hórdóm og glys
Er ástin á einhverjum barnum
eða á einkamál punktur is