Ljóðið varð til í morgunn og hefði átt að sendast þá.

Virðingar stafur verður í dag
veittur þeim jöfri orða.
Er ljóða Jóni bætir brag
brugga ljóð og borða.
Enn kann landinn á því lag
leita í orðsins forða.
Leikni málsins stofna stag
stálar ljóðsins korða.

Í dánu minning þessa manns
mikið ljóðþing haldið.
Jón úr Vör með eðal glans
auðgar orða valdið.
Orðsins söngvi yrkið hans
oftar reyndist baldið.
Ljóðastaf til ljóðyrkjans
lausnarorð er gjaldið.