Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mánudagsþátturinn 5 nóv (3 álit)

í Sápur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
JEEEEEEEEJJJ… LOOOOKSINS!!! Það var mikið að Libby loksins sá að sér og aulaði út úr sér við Drew að hún elskaði hann og vildi eyða lífinu með honum. Oh ég er svo hamingjusöm (hehehe ferlega klikk). Sá þáttinn í dag fyrir algjöra tilviljun í vinnunni þar sem það var óvenju lítið að gera í hádeginu. Jæja en allavegana Libby stoppaði sem sagt Drew í að skrifa undir söluna á verkstæðinu og sagði honum að hann mætti ekki fara´því hún elskaði hann. Þetta var náttúrulega þvílíkt happý móment og...

Gefur þú kærustunni/kærastanum blóm? (0 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 6 mánuðum

Myndir (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Í guðanna bænum ekki hætta að senda inn myndir þið öll. Það eina sem ég bið um er að senda ekki margar myndir inn í einu og svo má alveg bíða smá stund með að senda inn mynd ef það er önnur nýkomin inn, bara svo hún fái að vera fremst í smá stund og njóta sín aðeins. En endilega verið duglega að senda inn myndir. Það er rosa gaman að sjá þessa krakkapjakka.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Meira um skyndihjálp barna (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jæja hér kemur meira um skyndihjálp barna (margt á nú alveg við um fullorðna líka). Munið bara að ef þið teljið að um alvarlegt ástand sé að ræða skulið þið alltaf byrja á því að hringja á sjúkrabíl áður en meira er gert til að tryggja að hjálp berist sem allra fyrst. Blæðing/sár Minniháttar sár og rispur ætti bara að þvo með vatni og sápu, best að halda því undir rennandi vatni, og skella svo bara plástri á. Við höfum nú örugglega flest gert þetta ;) Ef um mikla blæðingu er að ræða er best...

Haustföndur (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Núna er alveg tilvalið að fara út í garð með börnunum, eða bar senda þau út í garð, og tína lauf sem fallið hafa af trjánum. Svo er bara að pressa þau og þurrka og síðan er hægt að búa til þessar fínustu myndur með því að líma laufblöðin á pappírsblöð. Einfalt, en gaman. Það geta nú næstum allir gert eitthvað svona :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Útivistartími barna? (11 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hvað finnst ykkur um lögbundinn útivistartíma barna? Lögin hljóða svona: Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 22.00 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. sept. til 1. maí og eftir kl. 24.00 frá 1. maí til 1. sept. nema í fylgd með fullorðnum. Undanskilið er þó bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Stundum...

Litlu mjúku börnin (13 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég var að lesa inni á femin.is á börn og unglingar og þar kemur fram að sumir virðast enn telja að það sé hættulegt fyrir lítil börn að standa of snemma í fæturna. Er þetta virkilega eitthvað sem fólk almennt heldur ennþá? Í gamla daga þegar fæði var einhæft og lélegt þá var D-vítamínskortur og kalkskortur nokkuð algengur. Svona næringarskortur veldur beinkröm þar sem bæði D-vítamín og kalk er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina. Þetta olli því að bein barnanna urðu lélegri og mýkri og þoldu...

Söngfuglinn minn (8 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jæja ég ætla nú bara að monta mig aðeins af stelpunni minni, þeirri yngri sko. Hún er bara rétt tæplega 21 mánaða og sá mesti söngfugl sem ég veit um. Við erum nú svo sem miklir sönglarar hér í fjölskyldunni en hún slær okkur öllum við. 1 1/2 árs kunni hún yfir 15 lög og núna hef ég ekki einu sinni tölu á lögunum sem hún syngur. Ekki nóg með að hún kann svona mörg lög heldur skáldar hún stundum eigin texta við þetta eftir hentisemi, t.d. “mamma datt í kolakassa” (eða pabbi eða hver sem henni...

Könnunin (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Alveg er það nú merkilegt hvað það þurfa alltaf að vera “fyndnir” aðilar sem koma hér inn. Einhvernvegin hef ég takmarkaða trú á að 6 karlmenn hafi eignast sitt fyrsta barn yngri en 16 ára. Getur fólk ekki bara sleppt því að merkja við einhvern valmöguleika í staðin fyrir að láta eins og fífl. Svolítið leiðinlegt að vera að skemma kannanir svona því oft finnst manni áhugavert að sjá hvað kemur út úr þeim.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Endurlífgun (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Gullna reglan í allri endurlífgun er ABC-ið sem á ensku stendur fyrir Airway (öndunarvegur), Breathing (öndun) og Circulation (blóðrás). Þessa röð á ætíð að nota þegar verið er að beita skyndihjálp. Ef þú ert ein/n er skynsamlegt að byrja á að kalla á hjálp áður en, eða á meðan, hafist er handa við skyndihjálpina svo að þú fáir aðstoð sem fyrst. Flestir þekkja neyðarnúmerið 112. Ef einhverskonar slys ber að höndum er númer eitt að athuga hvort barnið andi og ef það gerir það ekki verður...

Hvað viljið þið vita??? (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þið megið sko gjarnan koma með uppástungur að pistum hérna. Mér þætti gott að fá að vita það sem ykkur langar að fræðast um og ég skal þá skrifa um það ef ég mögulega get. Endilega komið með einhverjar uppástungur, þetta pistlahorn er fyrir ykkur :)

Brjóstapeli (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þegar yngri dóttir mín var á brjósti var hún eiginlega alveg ferleg, þar sem hún þverneitaði að taka bæði pela og snuddu. Í þokkabót vildi hún helst drekka á 1-2ja tíma fresti þannig að ég var alveg rosalega bundin af henni fyrstu mánuðina og komst lítið frá, því ekki gat ég sett brjóst á kallinn minn eða aðrar barnapíur. Svo rakst ég á þennan snilldarpela á netinu, þetta er s.k. brjóstapeli þar sem reynt er að líkja sem mest eftir brjóstinu. Mér finnst þetta alveg frábær uppfinning og ég...

Að lesa fyrir börnin (5 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég á tvær stelpur, 6 ára og 20 mánaða. Ég byrjaði snemma að lesa bækur fyrir þær, ég hugsa að þær hafi verið svona 5-6 mánaða þegar ég fór að byrja að skoða bækur með þeim og lesa fyrir þær. Auðvitað var þetta voða einfalt fyrst, bara rétt bent á myndirnar í bókinni og sagt hvað þeir heita og svona. Svo bætir maður bara við smátt og smátt eftir því sem manni finnst barnið ráða við. Með eldri stelpuna var alltaf regla að það var lesin ein saga fyrir svefninn alveg þar til hún varð það stór að...

Hvernig er í Danmörku? (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nú er svo komið að maður er farinn að velta fyrir sér að flytja jafnvel af klakanum og Danmörk er eitt af þeim löndum sem kemur til greina. Mig minnir nú að pernilla hafi skrifað hér eitthvað um dvölina í Danmörku og mér þætti voða gott ef hún, eða einhver annar sem þekkir til, myndi nenna að segja aðeins frá aðstæðum þar, t.d. leiguverð, verð á nauðsynjum, leikskólakostnaður, hvernig barnabótum er háttað og svona hinum og þessum praktísku hlutum sem maður vill hafa á hreinu áður en maður...

Ógleði á meðgöngu (15 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Oh ég er orðin frekar pirruð á þessari stanslausu ógleði hjá mér. Nú er ég komin ca 9-10 vikur og ég er með svona mallandi ógleði allan daginn. Sjaldan mjög mikla og ég hef ekkert kastað upp á þessari meðgöngu, en hún hverfur eiginlega aldrei. Ég er búin að gleyma hvernig það var að vera ekki óglatt. Ég hef ekkert fundið sem slær á þetta og verð víst bara að bíða og vona að þetta fari að hætta. Þegar ég gekk með eldri stelpuna mína þá var mér alveg hræðilega óglatt og kastaði töluvert upp,...

Tanntaka barna og umhirða tanna (2 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Góð tannhirða er mikilvæg strax frá unga aldri og ætti í raun að hefjast um leið og barnið fæðist. Að vísu fæðast fæst börn með tennur, en tennur barna byrja að myndast strax á 10 viku meðgöngu og við fæðingu eru allar tennurnar, bæði barna- og fullorðinstennur, tilbúnar undir gómnum. Fyrstu tennurnar, oftast miðframtennurnar í neðri góm, koma venjulega í ljós í kringum 6-7 mánaða aldurinn, þótt þær geti alveg birst fyrr eða seinna. Stuttu síðar koma svo miðframtennurnar í efri góm, síðan...

Kaffihús (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Eitt sem mér og eldri stelpunni finnst voða gaman að gera stundum er að fara á kaffihús saman, bara við stelpurnar. Við höfum gert þetta af og til síðan hún var svona 3ja ára. Henni finnst þetta voða sport. Venjulega förum við á Café Paris og hún fær sér alltaf hvítlauksbrauð sem henni finnst rosa gott. Um daginn fórum við og tókum litlu skvísuna með líka, sem er 20 1/2 mánaða. Ég pantaði eitthvað brauð og pasta af barnamatseðlinum fyrir hana og það var bara rosalega sniðugt og fínt fyrir...

Könnunin (4 álit)

í Sápur fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Í sambandi við þessa könnun, er ekki átt við Charlene Mitchell þarna en ekki Charlene Ramsay? Ekki man ég eftir neinni Charlene Ramsay en aftur á móti var Charlene Mitchell einn frægasti karakterinn þarna.<br><br>Kveðja, GlingGlo

EstHerP hvernig gengur? (3 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Langar bara að forvitnast hvernig allt gengur hjá þér. Ertu búin að komast að því hvernig þú ætlar að haga fæðingunni? Hvenær ertu svo sett, er ekki að fara að styttast all verulega í þetta núna?<br><br>Kveðja, GlingGlo

Meira fyrir ykkurað fárast yfir (13 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Reynið nú að hafa smá húmor. Fékk þetta sent í tölvupósti einhverntíman: Konur fárast yfir mörgu í fari karlmanna og nægir þar að minnast á að loka klósettsetunni eftir sig, að skilja ekki óhreina sokka eftir á borðstofuborðinu og að kreista ekki tannkremstúpuna miðja. En hvað segja karlmenn? Er eitthvað sem þeir sagt vildu hafa? Frá körlum til kvenna Ef þú telur þig vera of feita þá ertu það einfaldlega. Láttu vera að spyrja okkur. Lærðu á klósettsetuna; ef hún er uppi, lokaðu henni....

Föndur (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég rakst á frábæra föndursíðu á netinu, vildi bara láta ykkur vita af henni. Ég setti líka linkinn á hana í tenglakubbinn en hér er síðan: <a href="http://www.isholf.is/arndisk/fondur.htm">Föndurhugmyndir</a><br><br>Kveðja, GlingGlo

Getnaður og fósturþroski (14 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja, þar sem ég var nú að komast að þeirri skemmtilegu staðreynd að ég á von á þriðja barninu þá langar mig að skrifa smá pistil um fósturþroska. Læt í þetta skiptið duga að fjalla um getnað og þroska út sjöttu viku. Meðgöngulengd er yfirleytt reiknuð frá fyrsta degi síðustu blæðinga, sem þýðir að hjá konu með þennan fullkomna 28 daga tíðahring verður eggloss á 14. degi og eggið frjóvgast þá. Þetta þýðir að þegar frjóvgun verður er konan í raun komin tvær vikur á leið. Auðvitað er þetta...

Rifsberja- og Sólberjahlaup (4 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja, nú ætla ég sko alldeilis að vera mikil húsmóðir. Það vaxa nenfinlega svo mikið af rifsberjum og sólberjum í garðinum hjá mér að ég fór út að tína og svo hringdi ég í ömmu og bað hana um uppskrift af rifsberja og sólberjahlaupi. Hún kann sko alveg á þetta, búin að gera svona hlaup í mörg ár. En hér er uppskriftin: Rifsberjahlaup Maður týnir rifsber og passar að láta stilkana fylgja með og líka svolítið af óþroskuðum berjum og jafnvel eitt og eitt lauf. Ástæðan er sú að í þessum grænu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok