Nú er svo komið að maður er farinn að velta fyrir sér að flytja jafnvel af klakanum og Danmörk er eitt af þeim löndum sem kemur til greina. Mig minnir nú að pernilla hafi skrifað hér eitthvað um dvölina í Danmörku og mér þætti voða gott ef hún, eða einhver annar sem þekkir til, myndi nenna að segja aðeins frá aðstæðum þar, t.d. leiguverð, verð á nauðsynjum, leikskólakostnaður, hvernig barnabótum er háttað og svona hinum og þessum praktísku hlutum sem maður vill hafa á hreinu áður en maður færi að panta flug. Er t.d. erfitt að fá húsnæði, atvinnu, leikskólapláss o.s.fr. Hvernig eru launin þarna og hvernig er að búa þarna?

Jæja mér þætti mjög vænt um ef einhver nennti að svara þessu :)
Kveðja,