Brjóstapeli Þegar yngri dóttir mín var á brjósti var hún eiginlega alveg ferleg, þar sem hún þverneitaði að taka bæði pela og snuddu. Í þokkabót vildi hún helst drekka á 1-2ja tíma fresti þannig að ég var alveg rosalega bundin af henni fyrstu mánuðina og komst lítið frá, því ekki gat ég sett brjóst á kallinn minn eða aðrar barnapíur.

Svo rakst ég á þennan snilldarpela á netinu, þetta er s.k. brjóstapeli þar sem reynt er að líkja sem mest eftir brjóstinu. Mér finnst þetta alveg frábær uppfinning og ég var einmitt oft að hugsa á sínum tíma hvað maður hefði þurft að eiga pela sem var í laginu eins og brjóst. Veit svo sem ekkert hvort daman mín hefði sætt sig við hann, en einhvernvegin ímynda ég mér það. Ég vildi óska að einhver hér á Íslandi myndi flytja þenna pela inn, finnst hann alveg þrælsniðugur. Svo má kannski reyna að panta hann af netinu :) Tékka á því áður en næsta fæðist.

Hér er allavegana linkurinn á heimasíðu þessa brjóstapela:

http://www.adiri.com/
Kveðja,