Það er líka augljóst að rafeindir séu á einum stað í einu. Þær eru það samt ekki. Og dýr stjórna því sem þau gera á sama hátt og menn, allri líffræði samkvæmt. Til að vitna í innganginn að Lífeðlisfræði - kennslubók handa framhaldsskólum eftir Örnólf Thorlacius, af bls. 14: Nú eru lífeðlisfræðingar sannfærðir um að lifandi verur lúti sömu lögmálum og lífvana efni, að líta megi á lífverurnar sem vélar, að vísu einkar flóknar, en samt sé ekkert óskiljanlegt í fari þeirra, þótt mikið vanti á að...