Í skógum Panama fannst fyrir tveimur árum sérkennileg frosktegund sem getur flogið. Þessir froskar eru í útrýmingarhættu, rétt eins og þúsundir annarra dýra- og jurtategunda jarðarinnar.

Fjallamúsin í Madagaskar er einnig á lista Alþjóðlega dýraverndunarsambandsins, sem fylgist grannt með stöðu tegundanna. Sömu sögu er að segja um sérstæða eðlutegund á Filippseyjum, sem er gædd þeim hæfileika að geta gengið á vatni.

Í ár kannaði sambandið stöðu 47.677 tegunda, en af þeim reyndist 17.291 tegund vera í útrýmingarhættu, um 36 prósent af heildar­fjöldanum. Meira en fimmta hver spendýrategund, yfir fjórðungur allra skriðdýrategunda og um sjötíu prósent jurtategunda eru á þessum „rauða lista", sem sambandið gefur út árlega.

http://www.visir.is/article/20091104/FRETTIR02/103473632


“…Hvað er þetta, þessi dýr eru hvort sem er að þvælast fyrir okkur, tegundinni sem alheimurinn var skapaður fyrir. Við þurfum landsvæði þeirra undir sístækkandi verslunar-iðnsamfélagið okkar, hvernig á ‘framþróun’ okkar að geta haldið áfram annars?..”