Burn After Reading (Gagnrýni) Burn After Reading (2008)

Leikstjórn: Joel og Ethan Coen
Handrit: Joel og Ethan Coen
Aðalhlutverk: George Clooney, Frances McDormand, John Malkovich, Tilda Swinton ,Richard Jenkins, Brad Pitt
Lengd: 96 mín. (1 klst og 36 mín)


Þráður
Osborne Cox (John Malkovich) hættir í starfi sínu hjá CIA, og ákveður að skrifa ævisögu sína. Konan hans, Katie Cox (Tilda Swinton) reynir að komast í bankareikninga hans til að fá pening fyrir skilnaði, kemst yfir disk sem inniheldur gögnin um þessa ævisögu hans, og týnist diskurinn. Diskurinn er fundinn af tveimur starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar “Hardbodies”, Chad Feldheimer (Brad Pitt), ofvirkum, fáfróðum og svona rough around the edges náundi, sem mér finnst btw vera kjarninn í myndinni, og Linda Litzke (Frances McDormand) sem er frekar áhyggjufull af líkama sínum og vill fá lýtaaðgerðir. Chad heldur að diskurinn sé uppfullur af CIA leynidóti og heldur að eigandi disksins muni gefa honum verðlaun fyrir skilin. Á meðan þessu öllu stendur er kvennabósinn og hinn ógurlega tortryggni Harry Pfarrer (George Clooney) hræddur við allt sem gæti verið að fylgjast með honum og heldur að CIA eða einhverjir séu með sérstakt eftirlit með honum. Söguþráðurinn tvinnast upp í algjöra vitleysu, með frábærum karakterum, mjög góðum leik og í einn betri endi á kvikmynd sem ég hef séð. Geðveik svört kómedía sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Gagnrýni

Burn After Reading er einfaldlega ekkert smá góð mynd. Leikstjórn hjá Coen bræðrum er eins og vanalega: óaðfinnanleg. Leikur hjá flestum leikurum er bara alveg nokkuð helvíti góður. Tilda Swinton er góð leikkona. Ég segi ekki meira, því að ég þooli þessa konu bara ekki… George Clooney stendur sig best að mínu mati, sem einn skemmtilegasti karakter sem ég hef séð í langann tíma. Frances McDormand er nú alveg ágæt líka, þó hún mætti bæta hvað hún getur orðið slök í löngum tal-atriðum…Richard Jenkins er slakastur af þessum leikurum. Hann er góður leikari, ekki er hægt að taka það af honum, en samt…þessi mynd var ekki hans besta. Brad Pitt leikur skemmtilegasta, fyndnasta og fáránlega heimskasta karakter sem ég hef séð síðan ég sá Beetlejuice. Hann er ótrúlegur, en samt hefði hann getað bætt sig í nokkrum atriðum. John Malkovich er líka flottur í þessari sem þunglyndi, drykkfelldi og leiðinlegu manngerðinni Osborne Cox. Hann nær þeim töktum bara fjandi vel.

Burn After Reading fær 8 af 10 frá mér. Vel uppbyggð mynd með ekkert smá góðum söguþræði.

Besta atriði
Þegar Chad brýst inná heimili Osborne, þar sem hann Harry er víst líka. Atriði sem verður að sjá, ekki segja frá.