Ég skil að það væri fínt ef allir hefðu óskoraða heimild til að verjast vopnuðum ræningjum á jöfnum forsendum (þ.e. með vopnum), eins og ég sagði í upphafi, en ég held það hefði afleiðingar myndu ekki bæta ástandið. Þetta fer auðvitað eftir mörgum breytum á borð við skynsemi fólksins og glæpatíðni. Nota bene, mér finnst ástandið á Íslandi ekki alslæmt í augnablikinu í því tilliti. Ennfremur held ég, eins og ég sagði áðan, að besta leiðin til að fækka glæpum sé frekar að draga úr forsendum...