Verðirnir eiga reyndar ekki að framfylgja reglunum (þ.e., þeir eiga máske að gera það, en það er ekki starf þeirra), heldur passa að aðrir geri það. Það er ekki það sama að nauðsynlegt sé að hafa siðferði og að það þurfi að vera á nokkurn hátt miðstýrt. (“Nauðsynlegt” þá m.t.t. samfélagslegs stöðugleika af einhverri sort.) Siðferði getur vel þróast með fólki (og ég geri ráð fyrir að það geri það) án þess að einhver stjórni því, rétt eins og tungumál og hagkerfi. Þetta er ósjálfráð samvinna,...