Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Grænmetisætur?

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Tölfræði er ekki ofmetin neitt frekar en skammtafræði er ofmetin. Bæði er flókið og auðvelt að plata fólk með því ef það kann ekki neitt fyrir sér þar. Ojæja. Alla vega, það sem ég meinti með spurningunni er nú auðvitað það að mörgum þætti ógeðslegt að neyta dauðrar manneskju (og það er ólöglegt af siðferðis- og hagnýtum ástæðum). Það væri slæmt ef virkur mannakjötsiðnaður færi í gang, því vel gæti skeð að fólk færi að drepa hvert annað til að selja hinn í mat. Og við viljum ekki drepa hvert...

Re: Grænmetisætur?

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Mig grunar það nú bara á tölfræðilegum forsendum.

Re: Grænmetisætur?

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Hvers vegna étur þú ekki mannakjöt?

Re: Strákar - Minnimáttarkennd?

í Rómantík fyrir 15 árum, 5 mánuðum
1. Ég var nú bara að svara því þegar þú sagðir að “Öllum reglum þarf að framfylgja og það gera þeir verðir sem í starfið eru settir.” Ég var að benda á að það er verk allra að fara eftir reglum, verðirnir passa svo upp á að það sé gert. (Enda er annað orð fyrir vörð “eftirlitsmaður” eða “gæslumaður”.) 2. Það má vera að svona sé þetta, ég er bara að benda á að mér finnst ekki þurfa að skjalfesta siðferði, hvað þá með meirihlutakosningu. Allt annað í svarinu fer svo eftir því hversu óvandlátt...

Re: Tilvist guðs hrakin

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ef þessi rök væru ekki gild þá hefði fólk fattað að hætta að nota þau fyrir þó nokkru síðan.Nei. Annars væri fólk væntanlega hætt að trúa á guð með gömlu góðu röksemdunum sem maður rekst á svo oft.

Re: Strákar - Minnimáttarkennd?

í Rómantík fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Verðirnir eiga reyndar ekki að framfylgja reglunum (þ.e., þeir eiga máske að gera það, en það er ekki starf þeirra), heldur passa að aðrir geri það. Það er ekki það sama að nauðsynlegt sé að hafa siðferði og að það þurfi að vera á nokkurn hátt miðstýrt. (“Nauðsynlegt” þá m.t.t. samfélagslegs stöðugleika af einhverri sort.) Siðferði getur vel þróast með fólki (og ég geri ráð fyrir að það geri það) án þess að einhver stjórni því, rétt eins og tungumál og hagkerfi. Þetta er ósjálfráð samvinna,...

Re: Strákar - Minnimáttarkennd?

í Rómantík fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Það er ágætt að hafa siðgæðisreglur, ekki siðgæðisverði. Það gefur í skyn að einhver geti haft vit fyrir siðferði annarra, sem er ekki beint raunin (enda siðferði ekki algilt). Mér finnst það með eindæmum vitlaust að þú látir af aðstoð við aðra sem þér þykir gaman að gefa (reikna ég með) og öðrum þykir gagn af (reikna ég með) einmitt þegar þú kemst í lærðra manna tölu. Er það ekki einmitt þá sem þú getur hjálpað mest? Ef þú gerir mistök þá á það ekki að kasta skugga á neinn annan en þig - og...

Re: Strákar - Minnimáttarkennd?

í Rómantík fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Jamm, ég vildi ekki meina að þú þyrftir að breytast. Aðeins að ég þyrfti að verja meiri tíma í svörin þín. Hvað varðar varkárni þá get ég aðeins sagt eitt: helvítis stéttarfélög. Hvað í fjáranum er s.f.Í. að patast í því hvað þú gerir í þínum frítíma?

Re: Strákar - Minnimáttarkennd?

í Rómantík fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ég er ekki að segja að innihaldið sé vitlaust eða neitt slíkt, mér finnst textinn bara vera heldur varkár, hann mætti vera meira kryddaður og þú skorinorður. :Þ

Re: Strákar - Minnimáttarkennd?

í Rómantík fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Merkilegt. Ég les Fróðleiksmola alltaf með frekar þurri og drafandi rödd.

Re: Svefn og draumar - Hólfaskipting hugsunar

í Vísindi fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Enda rann hann undan rifjum mínum viðstöðulaust.

Re: Svefn og draumar - Hólfaskipting hugsunar

í Vísindi fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Jamm, svona copy-paste heimaverkefni. Þetta var samt gaman, tók mér einn föstudagseftirmiðdag með dúndrandi tónlist, hausverk og íbúprófen í þetta.

Re: Síðasti þráðurinn

í Dulspeki fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ég horfði á þessa þætti þegar ég var krakki. Mjög drungalegt, allt saman.

Re: Vá! Er fólk gengið af göflunum?

í Deiglan fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Jamm, hef séð þetta. Var ekki að beina þessu gegn stuðningsmönnum ákveðins fólks, aðeins heimskunni.

Re: ÓE ** FIMBULFAMB **

í Borðaspil fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ég veit, takk takk. Þú ert ágæt(ur) líka.

Re: Dauðarefsing

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Wrongful_execution Ég segi bara svekk á þig ef þú yrðir drepinn saklaus undir þessari löggjöf. Mér finnst ekki réttlætanlegt að drepa fólk, eins og ég hef sagt, fyrr en maður getur verið alveg viss um að manneskjan sé sek - sem maður getur ekki.

Re: Gettu Betur

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Það er nokkuð svakalegt. Ég er nú meira fyrir tölvutækt form, því miður.

Re: ÓE ** FIMBULFAMB **

í Borðaspil fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ég nefndi mig eftir orðinu, ekki spilinu. Ég er ekki viss um að ég hafi þekkt það áður en ég valdi nafnið.

Re: Gettu Betur

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Er einhver leið til að koma þeim á mína?

Re: Um sveigju rúmtímans

í Geimvísindi fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Allt í góðu, enginn skaði skeður.

Re: Um sveigju rúmtímans

í Geimvísindi fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Reyndar segi ég í greininni aðeins að alheimurinn hafi engin takmörk í rúmi (þ.e. þú getur haldið endalaust áfram eftir beinni línu í honum án þess að rekast á “vegginn”). En ég myndi engu að síður segja (þó ekki fullyrða, þetta er frekar mín skoðun) að allt hafi ekki byrjað fyrir 13,7 milljörðum ára, aðeins okkar partur af “heiminum”. Hvort sem það þýðir að heimurinn hafi skroppið saman í þennan punkt sem var fyrir Miklahvell eða hvort utanaðkomandi alheimar hafi verið orsakavaldar getur...

Re: Dauðarefsing

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ertu að tala um að refsa fólki auga fyrir auga, tönn fyrir tönn?

Re: Dauðarefsing

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Jamm, þér finnst þetta. En ef þú hefur þessa skoðun, og þessi skoðun kemst einhvern tímann til valda, og ég verð saklaus kærður fyrir barnaníð og dæmdur til dauða, þá finnst mér skoðun þín óafsakanleg. Einmitt vegna þess að í lífstíðarfangelsi væri í það minnsta hægt að hleypa mér út ef í ljós kemur að ég var dæmdur ranglega. Það er erfiðara að endurheimta mig úr gröfinni.

Re: Dauðarefsing

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Það eru til öryggisfangelsi. Þið dauðarefsingasinnar virðist vanmeta rosalega hversu oft saklausir eru dæmdir, hvort heldur sem er í lífstíðarfangelsi eða til dauða. Og hversu oft þeir hafa gengist við brotunum að ósönnu.

Re: Dauðarefsing

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Ég reikna ekki með að þetta bæti neitt. Það er ekki eins og börnin hafi vit á því að segja frá ef þau eru “nýfædd”. Mér finnst bara engin sönnunarbyrði nægilega ströng til að geta leyft dauðarefsingu, einmitt vegna þess hve endanlega óafturkræf hún er.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok