Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvítur bolur

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 8 mánuðum
TopShop

Re: Djíses kræst.

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þetta er svo ógurlega útþynnt efni að það hálfa væri nóg! Ég hef aldrei náð pointinu í því að vera að mála sig með einhverri stríðsmálningu dagsdaglega. Ég nota maskara dagsdaglega, en það er af því að ég er með mjög ljós augnhár og það er bara venjulegur maskari, ekkert sem lengir, þykkir eða neitt bull! Bara venjulegur maskari! Það er líka eitt að ganga í g eða t streng en það er alveg hrikalega ósmekklegt að vera með þetta upp úr buxunum öllum stundum eins og loðir við þetta þar sem lágar...

Re: Lítil hetja berst fyrir lífi sínu

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Vá, ekki slæmt að eiga svona vini !!! Ég er einmitt búin að fylgjast með henni á barnalandi í nokkra mánuði ! Hún Dagmar Hrund er sko algjör hetja !!!

Re: DV heimsækir hið umdeilda hundabú að dalsmynni

í Hundar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég hlustaði á viðtal við Ástu á Bylgjunni í síðdegis í dag og þar tók hún fram að þau væru með 109 hunda, eins og segir í greininni en að þau hefðu leyfi fyrir 120 hundum Útvarpsmaðurinn spurði þá hvað þeir væru lengi að fara … hversu mikið framboðið væri en þá tók hún fram að þessir hundar, semsagt 109 stykki væru allt saman ræktunarhundar !!!

Re: Sagan af Freyju

í Hundar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Já, Freyja var ekkert venjulega frábær hundur :D Bara sá besti sem ég hef kynnst (að öllum hinum ólöstuðum). Ég hef nú bara heyrt slæmar sögur af þessari dýralæknastofu og engin hætta á því að ég eigi eftir að villast þangað inn !!!

Re: Dísu eða Ástargauk?

í Fuglar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég á nokkra mánaða handmataða dísu og hún er alveg frábær! Hún er rosalega fljót að læra blístur og svona ýmiskonar hljóð. Hún er ofboðslega mikil frekjudós en það er nú kannski dálítið okkur að kenna :) Hún vill vera með í öllu og verður alltaf geðveikt sár ef hún er “skilin útundan” að hennar mati :) Ég semsagt get alveg mælt með dísum, en er samt spennt fyrir ástargaukunum líka …

Re: Algjört hneyksli

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég gæti ekki verið meira sammála ! Ég hef einmitt verið að vinna með fjölfötluðum börnum og þetta er alveg ótrúlega gefandi og skemmtilegt starf en jafnframt getur það líka verið erfitt! Launin eru bara hneisa og ekkert annað! Verðmætamatið á Íslandi er bara silly…það eru áreiðanlega fáar starfsstéttir á Íslandi sem vinna störfin af svona mikilli fórnfýsi …

Re: Að kúka í klósettið

í Fuglar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Fuglinn í TM auglýsingunni er ekki ástargaukur, svo mikið veit ég :D Ég veit að þetta er amazon og myndi giska á double yellow headed amazon en þori ekki að sverja neitt :)

Re: Algjört hneyksli

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það er ekki hægt að taka afstöðu í svona málum eftir að hafa fylgst með fjölmiðlunum! Barnaverndaryfirvöldin geta náttúrulega engan veginn komið fram og farið að gefa upp einhverjar upplýsingar um foreldranna! Í svona málum er reynt að gera allt til þess að foreldrarnir fái að halda börnunum sínum, en því miður þá er það bara ekki alltaf hægt og eðlilega, er það barnið sjálft sem skiptir máli og möguleikar þess að eignast gott líf, sem stuðlar ekki að því að það verði útundan á neinn hátt í...

Re: #Gat í Naflann#

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég fékk mér gat í naflann hjá Skinnlist og það var mjög vel gert. Mér leist ekkert á staðinn til að byrja með en þetta var mjög vel gert og lítið mál :D Ég hef ekki fengið neina sýkingu (7,9,13) enda dugleg að þrífa gatið og passa vel upp á það. Það er nr. 1, 2, og 3 að vera duglegur að hugsa vel um þetta fyrstu mánuðina og þá ætti allt að ganga vel :D

Re: Dísur

í Fuglar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég á eina fjögurra mánaða dísu og hún var alveg rosalega klaufsk við þetta fyrst. Það var hálfpartinn eins og hún hefði ekkert jafnvægisskyn og hún sat yfirleitt bara kyrr á sama staðnum og ég setti hana á þegar hún fór inn í búr. Hvað er dísan þín gömul ?

Re: Gat í nafla

í Tíska & útlit fyrir 21 árum
Ég fékk mér gat í naflann hjá Skinnlist og það var ekkert mál. Ég var alveg ferlega stressuð en maðurinn talaði mig bara í kaf og ég hélt að hann væri að grínast þegar þetta var búið :D

Re: African Grey

í Fuglar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Flott grein :) Mér finnst þessir fuglar alveg æði. Ætla sko pottþétt að reyna að eignast svona í framtíðinni :Þ

Re: Ykkar álit

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég myndi segja að anorexia er ekki inn í dag en það eru bara langflestar stelpur/konur sem eru með minnimáttarcomplexa út af þyngdinni. Margar virðast halda að hamingjan felist í einhverri ákveðnum kílóafjölda sem er náttúrulega bara rugl. En svona til að hleypa nýju lífi inn í þessa stöðugu umræðu um þyngd þá langaði mig til að nefna eitt. Það er bara engan veginn neitt auðveldara að vera of léttur heldur en of þungur. Það getur líka verið erfitt að bæta á sig kílóum alveg eins og að ná...

Re: keyrt á, skotinn og settur í frysti

í Hundar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þetta var líka í fréttablaðinu fyrir helgi :D

Re: Vil gjarnan vita..

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég ætla að halda því fram að vera “nörd” sé fyrst og fremst fólgið í karakternum :) Og já, sammála einhverjum af fyrri ræðumönnum, allir eru nörd í sér. Veit ekki alveg, kannski bara pínulitlir stælar í fólki að dæma fólk sem nörd út af útlitinu :)

Re: Nýr fjölskyldumeðlimur

í Hundar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Til hamingju með Birtu :D Ég þekki tvo karlhunda af þessari blöndu og þeir eru báðir mjög miklir orkuboltar. Þeir ganga báðir fyrir boltum og öðrum leikföngum og virðast aldrei og þá meina ég aldrei þreytast á því að leika. Annar þeirra var móðurlaus og kom á heimilið 5 vikna. Hann heldur stundum að hann sé meiri maður en hundur. Það sem einkennir þá þó mest er þessi endalausa orka sem kemur alltaf jafn mikið á óvart :D

Re: Opið Bréf til stelpna

í Rómantík fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jæja … ég ætla nú bara að svara hverri spurningu fyrir sig :) 1. Já, ég er með strák sem er ekki “vinsæll” og íþróttahetjutýpa. Ég er ekki að ljúga. 2. Næ spurningunni ekki alveg, en útlitið er aukaatriði. 3. Ég dæmi nörda alls ekki hart. Nördar eru yfirleitt bestu strákarnir ;) Ég dæmi súkkulaðigæjana ekki heldur en samt myndi ég frekar gera það. 4. Hef nú bara aldrei sagt þetta, hvorki við nörd né einhvern annan. 5. Ég vil alls ekki bara deita stráka sem eiga bíl. Ég kaupi mér bara sjálf...

Re: Nýr hundur

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Til hamingju með nýja hundinn ! Emil er ábyggilega bara að tryggja sér sína stöðu á heimilinu og er kannski smá óöruggur inn við beinið svona til að byrja með. Vonandi gengur allt vel Kveðja Fia

Re: Borgaralegar fermingar???

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég gæti ekki verið meira ósammála um það að þeir sem fermast borgaralega séu eitthvað á móti “venjulegum” fermingum. Sjálf fermdist ég borgaralega og er mjög ánægð með það. Ákvörðunina byggði ég á því að mér fannst fermingarfræðslan í kirkjunni alveg hundleiðinleg og prestarnir ekki skemmtilegir. Undanfarinn fyrir borgaralegu ferminguna var hinsvegar mjög skemmtilegur og margt mjög gagnlegt sem maður lærði og heyrði þar. Jú, vissulega er það satt hjá þér að þetta snýst að einhverju leyti um...

Re: c/p greinar hér á Friends

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég nennti ekki að lesa næstum því öll svörin því að þetta var farið út í tóma tjöru. Það er með eindæmum hvað hlutirnir verða alltaf útþynntir hérna, fólk fer alveg á fáránlegustu plön. Af hverju er ekki hægt að sleppa þessu þrasi í greinasvörunum? Jæja … never mind, ekki var þetta pointið með þessu svari. GullaJ, þú mættir nú taka þessari gagnrýni aðeins betur en að ráðast á höfundinn! Það verður bara til þess að þú lærir af henni og getur gert betur næst. Mér finnst bara jákvætt að fá smá...

Re: Friends sería 9

í Gamanþættir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
9.sería er alveg brilliant :D 6. og 7.sería voru frekar slappar að mínu mati, með þeirri áttundu fór þetta skánandi en 9.sería er alveg æði :D Ég er búin að sjá alla 16 þættina sem eru komnir og er alveg á því að þetta sé með bestu seríunum :D Fia

Re: Sálfræðinám?

í Skóli fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Félagsfræðibraut er auðvitað fínn undirbúningur en ekki klikka samt á stærðfræðinni … hún er mikilvægari í þessu en maður heldur :D Í nýja kerfinu skiptir brautin heldur kannski ekki mestu máli heldur hvernig þú velur. Það er bara um að gera að tala við námsráðgjafa og láta þá hjálpa þér :D

Re: Sokkar og skór hvað er málið !!!!!!!

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég verð að viðurkenna það að ég tek eftir þessu með sokkana en það er samt ekki eins og það skipti neinu máli. Finnst samt flottara að vera í sokkum í svipuðum lit og fötin … amk þegar það er eitthvað fínt … En eins og áður … skiptir engu máli … Ekki útlitið … innihaldið ;D

Re: Hjálp ! Hundurinn minn er týndur.

í Hundar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
En leiðinlegt! Prófaðu að hringja í hundaeftirlitsmanninn í þínu bæjarfélagi, lögguna, hundavinafélagið og allt sem þér dettur í hug. Og hvernig hundur er hann? Endilega láttu okkur svo vita hvernig fer :) Kv. Fia
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok