Jæja, loksins erum við (fjölskyldan) búin að finna rétta hundinn, eftir hálfs árs leit. Hún er tík, og við nefndum hana Birta, hún er blandan af íslenska fjárhundinum og Border Collie. við fengum hana í gær, en hún er rétt rúmlega 7 vikna! en er algjör bolla og ræðst á mat katta minna! yngri kötturinn minn Ljúfur sem er eitthvað um 6 mánaða er mjög forvitinn en ekkert hræddur! hann vill helst byrja að leika við hana strax en er þó ekki allveg viss.
Birta er æðislega skemmtileg og er alltaf til í að leika, þá hoppar hún og skoppar eins og kengúra.

Vitið þið um margar svona tegundir?? (blandan af ísl fjárhundinum og Border Collie)?

k.v. Cookie ;)
*Lifi rokkið*