Hvað er þetta með þessar stelpur??

Þetta er fáranlegt hvað svona 13 ára stelpur eru að gera við sig!!
Ég og vinkonur mínar vorum vanar að hlæja að stelpum sem voru alveg þvílíkt málaðar og alveg gegt miklar gelgjur!

Núna stöndum við tvær eftir, ég og vinkona mín og göpum þegar við sjáum vinkonur okkar núna!

Og ekki bara þær heldur allir! Þær eru flestar búnar að lita á sér hárið og komnar með eikkað þvílíkar strípur (mér finnst ekkert að því að vera með strípur, en mér finnst eikkað að því að vera með alltof margar!) og svo eru þær að mála sig!! 13 ára stelpur með þvílíkan maskara og liner og mar bara veit ekki hvað.

Svo ganga þær allar í g-streng! Hvað er málið með þessa g-strengi.
Þegar ein vinkona mín sagðist hafa keypt sér g-streng og sá mig gapa yfir því þá sagði hún að henni fyndist það vera þægilegt! ÉG SÉ EKKERT ÞÆGILEGT VIÐ AÐ VERA MEÐ LÍNU LENGST UPPI Í RASSGATINU Á SÉR!

Og svo þegar ég ætla að mála mig þá læt ég rétt smá gloss, meðan aðrar stelpur eru með make, maskara, liner, augnskugga, gloss eða varalit og mar bara veit ekki hvað!

Já og vitið þið hvað? Það eru líka stelpur 1-2 árum yngri en ég sem eru líka á fullu í þessu málningarugli!

Og já svo er það fatnaðurinn. Það eru allir að elta þessa tísku, eikkað röndóttar peysur og röndóttir, hringeyrnalokkar og þessi plastarmbönd!!! Mér finnst það bara hreinlega ljótt og mér finnst fáranlegt að vera að elta þessa tísku, ég geng í því sem mér finnst flott og ég er stolt af því!

Ég hef aldrei litað á mér hárið og heldur ekki látið strípur (en ég er eftir að láta strípur;)), ég nota bara gloss og geng í því sem mér finnst flott! Svo eru margir með það sem vinkona mín kallar “nátturulega fegurð” og þurfa þá ekki að nota málningu en þau gera það og þá sést ekki þessi “nátturulega fegurð”.

Þess vegna ætla ég að biðja ykkur allar stelpur sem eru að gera allt til að reyna að vera einhver annar en þið eruð, hættið því! Verið þið sjálf, ekki mála ykkur bara til að herma eftir öðrum og klæðist í fötum sem YKKUR finnst flott.

Kv. Svandís.


P.S. Málning fer illa með húðina, alltaf áður en þið farið að sofa og hafið verið með málningu fyrr um daginn, þvoið ykkur þá í framan, það er þó betra en ekkert! Svo dregur það líka úr líkunum að þið fáið bólur!
Svo er líka til eitthvað krem sem er gott að bera á andlitið áður en þið farið að sofa ef þið hafið verið með málningu.
Music.. my escape from reality.