Hundarræktarbúið að Dalsmynni hefur verið mikið í ummræðunni á undanförnum árum.Deilan harðnar enn og mótmælastaða er fyrirhuguð vegna meintrar “hvolpaframleiðslu”.Blaðamenn Dv heimsóttu búið í gær og skoðuðu hvern króka og kima.

Það sem fyrst bar fyrir augum þegar rennt var í hlað í Dalsmynni voru smáhundar af ýmsum tegundum í útigerðinum.Haustlægðin enda ekki farin að banka upp á upp úr hádeginu í gær og veður ágætt.Það var mikið uppistand í gerðunum þegar bílinn bar að garði,enda vildi hver hundur fá sína athygli og ekkert minna en það.Eftirtektavert var þó að þegar gestir voru komnir í hús hjá húsráðendum steinþögðu hundarnir og undu glaðir við sitt.

Í Dalsmynni hefur nú verið komið upp 30 ágætlega rúmgóðum útigerðum,sem eru 2x3 metrar að stærð.Yfileitt voru 2 hundar í hverju gerði,stundum einn eða fleiri.Nóg vatn var hjá öllum og hár skjólveggur norðan við gerðin.Stíurnar eru reistar á steyptum fleti sem fljótt er að smúla að kveldi.Umbúnaður er með þeim hætti að hundarnir ganga beint úr innistíum og inn í gerðin,án þess að hætta sé á að þeir stökkvi í burtu.Þeim er því auðvelt og fljótlegt að hleypa þeim út og kalla þá astur í stíuna sína.

Inn í húsinu eru 36 stíur.Í þeim ölum,undantekningarlaust,var aðbúnaður með þeim hætti að dagblöð voru á gólfi,greinilega ekki alveg nýlögð en yfirleitt þurr og hrein.Vatn var hjá hundunum í öllum tilvikum,svo og upphækkað legustæði með lausu og mjúku áklæði.Stíurnar sjálfar voru yfirleitt þurrar,þótt sums staðar mætti sjá litla polla eftir íbúana.
Hundaskítur sást í einni stíu,en gólfflöturinn var annars þurr.Í gotherberginu voru tíkur með hvolpa og aðrar sem voru komnar að goti.Þar var einnig þurrt og hreint undir hundunum og ágætt loft.Sérstaklega var gáð að óhreinindum í feldi hundanna og slíkt var að sjá í tveimur tilvikum,öðrum ekkert.
Á tveimur göngum fyrrum gamla fjósi húsnæðisins hafa nú verið settar upp allmargar stíur,sem er verið að taka í notkun.Eftir er að setja stíur í 3 ganginn.Þá verða þessar nýu stíur alls 25 talsins.Þær eru ætlaðar fyrir tíkur komnar að goti,tíkur með hvolpa og stærri hunda,þ.e bulldoga og boxera.Auðsjáanlegt hefur verið vandað frágang við gangana þrjá ,innréttingar og gott rými fyrir framan gangana.

Að sögn hjónanna í Dalsmynni,Tómasar Þórðasonar og Ástu Sigurðardóttur eru nú að rækta 14 tegundir á búinnu,allt smáhundar nema bulldog og boxer.Hundar þar eru nú 109 talsins,Tómas sagði að þeim myndi fækka og umsvifin minnka heldur eftir að framkvæmdir við uppbyggingu húsins,lagnir,rotþrær,nýjar stíur og fleira væri að baki.Til að mynda verður hætt með faxhundana,sem þyldu veðráttuna hér á landi greinilega illa.Þá lægi fyrir að svæfa um tuttugu hunda sem væru komnir á aldur.Ásta sagði að búið væri einugis rekið á innfluttum hundum,frá Danmörku,Svíþjóð,finnlandi og bandaríkjunum,sem hefðu fengið ákveðinn gæðastimpil.Megnið af hvolpunum væri selt hér á landi,en einnig hefðu verið seldir hundar til Damnörku,svíþjóðar og spánar.Þar færu menn þá leiðina að kaupa nýtt blóð í stað þess að láta hundakynin úrkynjast.
Þetta er rekstur eins og hver önnur landbúnaðargrein sagði ásta,Munurinn er bara sá að þar fá men styrki en ekki í hundaræktuninni.Við keyptum eiginlega köttinn í sekknum þegar við festu kaup á jörðinni því húsakosturinn var mun verr farinn heldur en við töldum.Nú höfum við verið að byggja þetta upp og fjármagna það að mestu með sölu á hvolpum.Við rekum þetta eins og hvert annað fyrirtæki,greiðum skatta og skyldur og teljum okkur vera að skapa atvinnu í dreifbýlinu.Hundarræktin er lifibrauð okkar.Við flytjum inn nýtt blóð inn í hundarrækina og það verða menn að þola,hvort sem þeim er það ljúft eða leitt.

Bls 8-9

Svo eru myndir sem segja meira en þúsund orð