Algjört hneyksli Nú er búið að vera voða mikið í fréttunum um þau hjónin Magnús og Guðbjörg sem eru eitthvað seinvirk. Þau áttu strák í október 2001 sem var tekin af þeim þar sem að ekki var gert ráð fyrir því að þau gætu hugsað um strákinn almennilega.
Nú eru þau búin að eignast tvíbura og þeim er sagt að ef þau fari ekki á þessa sjúkrastofnun sem þau voru á þegar þau áttu strákinn þá missa þau tvíburana líka. Þau náttúrulega treysta starfsfólkinu þar ekki, því (eins og þau segja) þá skrifuðu þau rangar skýrslur um þau sem varð þess valdandi að strákurinn var tekinn af þeim og settur í fóstu. Yfirvöld vilja láta þau skrifa undir einhvern tímabundið fóstur á tvíburunum sem þau vilja ekki því síðast þá gerðu þau það og yfirvöld tóku hann alveg af þeim. Ég er reið þegar ég skrifa þetta þannig að einhver orðin eru alls ekki rétt.
En mér finnst að þau ættu að geta fengið að vera í íbúðinni sem þau búa í núna og yfirvöld ættu að senda einhvern sem getur hjálpað þeim yfir daginn og á næturnar. Í stað þess að taka börnin af þeim án þess að sjá hvort að þau séu hæfir foreldra eða ekki. Og ég held að þau eru góðir foreldrar, þau vilja fá að halda börnunum sínum alveg eins og aðrir foreldrar án þess að eiga á hættu að þau séu tekin frá þeim vegna þess að þau eru seinvirk. Þau ættu að fá heimilishjálp allan sólahringinn!!
Ég gæti ekki afborið það að barnavernd eða einhver kæmi til mín og segði t.d. hey þú ert með hund, hundar hafa ráðist á börn, ef þú losar þig ekki við hundinn þá tökum við strákinn, þetta er kannski annað málefni, en samt engu að síður svipað að því leyti að manni yrði gefinn valkostur.
En þetta er mitt álit hvert er ykkar?????

kv.
spotta