Ég ætla mér að koma hér af stað smá umræðu um hinar
svokölluðu “Borgaralegu Fermingar” Eins og lesa má strax út
úr orðum mínum hef ég nú ekki mikið álit á þeirri athöfn. Ég vil
líka taka það strax fram að ég tel mig ekki strangtrúaðan
einstakling, heldur þennan dæmigerða íslending sem fer í
kirkju ótilneyddur um jólin en mæti nú í jarðarfarir og brúðkaup
þeirra er ég vil samgleðjast með eða samhryggjast (allt eftir
aðstæðum hverju sinni) . Jæja aftur að kjarna málisns. Mér
finnst þessi svokallaða “Borgaralega ferming” bara vera
hræsni í orðsins fyllstu merkingu. Hér á sér stað ferming hjá
þeim sem tilja sig VERA Á MÓTI fermingum. Vilja samt ekki
fara á mis við fermingarstússið og hvað þá gjafirnar og því er
settur á svið einhvers konar “FERMINGARLEIKUR”, þar sem
nánast allt það sama er gert nema hvað það má ekki nota
trúarleg orð í athöfninni og hún er haldin uppi á sviði í
kvikmyndahúsi til að undirstrika sýndarmennskuna. Í mínum
huga fermist maður eða ekki. Orðið ferming táknar að
staðfesta og trúalega athöfnin byggist á því að staðfesta
skírnarheitið þegar unglingurinn hefur öðlast þroska til. En í
borgaralegu fermingunni er orðið “ferming” einnig notað.
Hvað er verið að staðfesta og hvers vegna er ekki notað
annað orð? Við vitum öll að ótal þjóðflokkar og trúarbrögð
halda einhvers konar manndómsvígslu á þeim tímamótum
þegar persónur eru á millistigi barns og fullorðins. Út frá þeim
rökum á “borgaralega fermingin” rétt á sér en eftiröpunin eftir
kristilegu fermingunni er of mikil. Slöngulokkarnir, fötin,
viðhöfnin,blómin, gjarfirnar og veislurnar. Allt eru þetta þættir
sem tilheyra hinni kristilegu fermingu sem hin sk. borgarlega
ferming er sett til höfðs. Auðvitað hafa krakkar á þessum aldri
gott af þeirri fræðslu sem boðið er upp á tengslum við
fermingar, hvort sem þær eru kristilegar eða borgaralegar.
Hér er að vísu um vísdóm, semég tel að ungt fólk hafi gódan
aðgang að og tileinki sér á þessu aldursskeiði, hvort sem það
fer í gegnum fermingarpakkann eða ekki. Því vil ég að þau
samtök sem standa að “borgaralegu fermingunum” taki upp
annað heiti á athöfninni. Mín tillaga er “Manndómsvígsla” eða
“Ungmennavígsla”. En það er allavega á tæru að unglingurinn
er ekki að staðfesta neitt fyrra heit sitt (Varla heit, sem skírinin
er á ómálga smábörnum). Einnig vil ég leggja til að þeir aðilar
(Siðmennt) sem sjá um þessar athafnir hvetji viðskiptavinina
(fermingarbörnin og aðstandendur þeirra) til að forðast það
umstang sem fylgir hinum hefðbundu fermingum svo þau geti
verið sjálfum sér samkvæm. Ég tel það nefnilega vera
nauðsynlegan hlut í siðferðismótun einstaklingsins að fá
hann til að temja sér slíkt hugarfar en ekki þá hræsni sem
felst í hinum svokölluðu “Borgaralegu fermingum”.