Jæja núna er ég búin að taka að mér 3 ára gamlan springer spaniel sem heitir Emil. Hann kom til mín í gær 9 Apríl.
Hann er rosalega rólegur og ljúfur en ofboðslega vond lykt af feldinum hans og það kom bara drulla þegar ég baðaði hann. Ég er búin að klippa hann alveg heil mikið og létta á eyrunum hans. Lyktin af feldinum fer þegar hann fer á gott fóður, ætla að hafa hann á sömu gerð og Max nema náttúrulega fyrir fullorðna.

Núna leikur mér forvitni á að vita hvort að það sé eðlilegt að Max meigi ekki leika með neitt dót, Emil urrar á hann ef Max dirfist að vera með dót í kjaftinum og í morgun réðist hann á hann af því að hann var með baðönd Ekkert alvarlegt samt, bara láta vita hver ræður og Max lippaðist niður og hljóp til mín og Emil á eftir urrandi.

Í hvert skipti sem Max labbar framhjá Emil þá urrar Emil og hann vill ekki sjá Max nálægt sér þegar hann er að leggja sig.

Er þetta bara svona fyrst á meðan Emil er að láta vita að hann sé eldri og sé ofar í goggunarröðinni eða líkar honum bara illa við Max?
Kveðja