Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Byltingarkenndasta hljómsveitin - ekki Nirvana!

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jú jú margt satt og rétt þarna. Mig langar samt að nefna 2-3 hljómsveitri til viðbótar. Pink Floyd auðvitað. Dark side of the moon, the wall, piper at the gates of dawn og wish you were here eru náttúrulega nokkrir af bestu og framúrstefnulegustu diskum allra tíma. Ég veit að þú nefndir Radiohead þarna sem demant en ég trúi því að þeir séu nú þegar farnir að hafa mikil áhrif á tónlist í dag. Þeir verða í hópi risanna um ár ókomin. Það væri líka sniðugt að nefna djassara sem höfðu mikil áhrif...

Re: Dularfull birting og hvarf Kaspar Hauser

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hef ekki heyrt um þetta áður. Mjög athyglisvert og gaman að.

Re: Hannes Hólmstein hakkaður!

í Tilveran fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Mér fannst framkoma fréttamanna stöðvar 2 í Íslandi í dag mjög svo vafasöm. Þau voru bæði í því að ráðast á hann og endurtóku margoft það sama. Þetta jaðraði við rifrildi. Í kastljósinu var þetta miklu fagmannlegra. Annars var fyndið að sjá hann á tveimur stöðvum í einu, ég hélt að Ísland í dag væri í beinni.<br><br><b><font color=“blue”>Lífið er stutt, listin er löng Hippókrates</font></b> <i><a href="http://www.folk.is/magnusl“>Bloggið Mitt</a></i> <a...

Re: Kolbrún, er þetta hægt kona?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já ég hef heyrt sögur af því líka, þ.e. fólk sem ég hef heyrt um hætti við að greiða VG atkvæði út af henni. Og já hún var í Reykjavík Norður, meira að segja efst á lista ef ég man rétt.

Re: Hafa unglingar einhver réttindi???

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Reyndar er á vegum Reykjavíkur og ÍTR svonefnt Ungmennaráð þar sem unglingar með áhuga á stjórnmálum geta reynt að hafa áhrif, hitta meira að segja borgarstjórnina einu sinni að ég held. Samt virðist þetta ráð ekkert mjög aðgengilegt. Ég sótti um í það en frétti síðan ekkert. Virðist sem að umsókn mín hafi ekki verið samþykkt. Ég veit samt ekki hve langt þetta ráð nær.

Re: Kolbrún, er þetta hægt kona?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Mér hefur alltaf fundist Kolbrún Halldórsdóttir ekki eiga heima á þingi. Hún er öfgakennd í skoðunum og tala gegn flestu, sama hvað það er. Munið þið þegar boxumræðan var sem hæst, rétt fyrir atkvæðagreiðlsuna í Alþingi. Hún var snarbrjáluð, var hreinlega rauð af reiði.

Re: Primus-Sailing the seas of cheese

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Les Claypool er náttúrulega einn mesti snillingur bara lengi. Maðurinn er mögulega besti bassaleikari síðan að Jaco var og hét! Fíla tónlistina þeirra ekkert geðveikt en maðurinn er frábær á þetta hljóðfæri sem er uppáhaldshljóðfærið mitt.

Re: halló krakkar , vér skulum mótmæla.(vonandi)

í Skóli fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Johanng ég vil fá að svara mótsvari þínu… 1. Ef að hún hefur eitthvað að gera svona seint á kvöldin að þá biðst ég forláts en ég áskil mér rétt til að stórlega efast um að hún þurfi að koma heim klukkan tólf. Hinsvegar er þetta alveg rétt hjá þér, það styttir daginn mjög mikið að fara snemma að sofa. 2. Hef ekkert meira að segja 3. Hugsum okkur aðeins um. Nemandi á þessum aldri á að vera í skólanum 37 kennslustundir á viku. Sem þýðir 7,4 á dag. Það jafngildir því að vera í skólanum 3 daga...

Re: halló krakkar , vér skulum mótmæla.(vonandi)

í Skóli fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hmm…. “Ég vakna yfirleitt um svona hálfátta , viti mínu fjær. Geng um hús og borða með augun pírð stútfull af stírum. Ég er með það hæggangandi heilastafsemi að ég klúðra hlutum eins og að ná í korfleksskál. Og rugla öllum hlutum saman set á vitlausa staði og skil ekki neitt í neinu. Gegn í skólann örmagna og kallt. Sest við borð. Og yfirleit er eithvað lítið að ske þarf ekkert að gera neitt sérstakt. Eithvað svona hangs í gegn. Ef það sé stærðfræði þá reyni ég að halda hausnum uppi frá...

Re: Bestu plötur ársins 2003

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ja það er erfitt að velja einhverjar plötur út úr en þó eru nokkrar sem rísa yfir hinar. Íslenskt (ekki í sérstakri röð) Kimono - Mineur Aggressif Maus - Musick bestu íslensku diskar ársins sem ég hef hlustað á. Erlent The Mars Volta - De-loused In The Comatorium (besti diskur ársins) Radiohead - Hail to the Thief Hmm bestu erlendu diskarnir þó að margt gott efni hafi borist til Íslands.

Re: Ziggurats

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ekkert sérstök grein hjá þér því miður um athyglisvert viðfangsefni :(. Þá má kannski benda á þjóðsöguna um Babelsturninn sem er spunninn útfrá þessum turnum. Hún er á þá leið að þjóð (súmerar eða babýlóníumenn væntanlega) vildi komast til Guðs. Þeir byggðu þá turn sem átti að ná til himins. Turninn varð rosalega stór en Guð vildi þetta ekki. Í refsiskyni fyrir að reyna að komast til himna að þá gerði Guð tungumál þjóða heimsins óskiljanleg hverri fyrir annarri. Þ.e.a.s. þá gátu þjóðir ekki...

Re: Lord Of The Rings Kvikmyndirnar Spoiler

í Tolkien fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jamm það voru Galadriel, Gil-Galad og Cirdan sem fengu hrinigina. Þegar Gil-Galad dó fékk Elrond hringinn hans og Cirdan ákvað að láta Gandalf fá sinn.

Re: Staða Samfylkingarinnar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Mér finnst Samfylkingin bara ekki nógu samkvæm sjálfri sér. Eiga það til að ganga á bak orða sinna. Ég er heldur ekki viss um að Ingibjörg Sólrun sé sá leiðtogi sem Samfylkingin þarf. Mér finnst hún ekki eins frábær og allir vilja meina. Mér finnst þeir flokkar sem eru á þingi í dag bara ekki nógu góðir. Ef að ég hefði kosningarétt (sem ég hef þá væntanlega ekki) þá myndi ég held ég skila auðu. Mér finnst umbóta þarft innan raða allra flokka. Kannski minnst hjá VG en stefnuskrá þeirra er svo...

Re: Flugeldasýning KR

í Tilveran fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég er 85% viss um að hún sé fjórða janúar.<br><br><b><font color=“blue”>Lífið er stutt, listin er löng Hippókrates</font></b> <i><a href="http://www.folk.is/magnusl“>Bloggið Mitt</a></i> <a href=”mailto:snatan_10@hotmail.com">Viltu senda mér tölvupóst?</a

Re: Uu já, og gleðileg jól.

í Tolkien fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já sömuleiðis Hvurslags, gleðileg jól og reyndar til allra þeirra er lesa þetta.

Re: Nirvana Suck

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
WTF síðan hvenær er Led Zeppelin og Radiohead ekki rokk. Ertu brjálaður/uð?

Re: Nirvana Suck

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
WTF síðan hvenær er Led Zeppelin og Radiohead ekki rokk. Ertu brjálaður/uð?

Re: MAUS

í Íslensk Tónlist fyrir 20 árum, 5 mánuðum
já alveg sammála, ég vona að Maus hiti upp fyrir Muse<br><br><b><font color=“blue”>Lífið er stutt, listin er löng Hippókrates</font></

Re: Hugleiðingar eftir þáttöku í Skrekk

í Skóli fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég er einnig nemandi í Hagaskóla og þó að ég hafi engan veginn æst mig yfir öllu þessu skrekks stússi að þá er ég frekar ósáttur við það að skólinn minn hafi ekki komist áfram. Í Hagaskóla hefur skapast einskonar vinninghefð og mér finnst leiðinlegt að við höfum ekki einu sinni komist í úrslit í ár, en við höfum s.s. unnið nógu oft, 93,95,97,99,01 og 02. Svo höfum við unnið Nema Hvað spurningakeppni grunnskólana síðastliðin tvö ár sem eru held ég einu árin sem þessi keppni hefur verið haldin...

Re: 500 bestu plötur allra tíma

í Músík almennt fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mér finnst þessi listi hreint fáranlegur og nú ætla ég að taka nokkur dæmi 43. The Dark Side of the Moon, Pink Floyd Ætti að vera á topp 10 engin spuring 72. Purple Rain, Prince WTF á undan t.d The Wall og Ok Computer fáránleg ákvörðun 87. The Wall, Pink Floyd Ætti einnig að vera miklu ofar eins og einhver sagði um Mellon Collie (kem að honum) þá inniheldur þessi plata líka allar tilfinningar mannsins enda er hún í raun ævisaga Roger Waters. 110. The Bends, Radiohead Ætti að vera kannski...

Re: Um Sólina Og Tunglið

í Tolkien fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er kannski málið að skrifa greinar um lýsingar Ördu hehe hljómar gríðar spennandi. Aldrei að vita hvort ég geri það.

Re: Sarúman í fýlu

í Tolkien fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Getur vel verið rétt hjá þér hehe

Re: Um Sólina Og Tunglið

í Tolkien fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þakka ykkur öllum fyrir hrósið :)

Re: Hvar er Imrahil?

í Tolkien fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er kannski rétt hjá þér hann er ekkert svo mikilvægur en hvernig verður það þá, koma engir aðrir en Riders of Rohan til hjálpar Gondor? Er búið að henda öllum þessum gaurum sem mættu til Minas Tirith úr sögunni? Það var svona smá mikilvægt því að þetta vakti smá von í borginn. Annað líka, ég sá einhverja auglýsingu um daginn og þar sá maður Aragorn vera á leiðinni inn í Halls of the Dead (held ég) en hvar eru allir Rangerarnir er þeim sleppt líka? Djöfullinn sjálfur mig langaði að sjá...

Re: Sarúman í fýlu

í Tolkien fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jú mikið rétt móðurmál mitt er íslenska en móðurmál bókarinnar er enska enda var hún skrifuð á ensku.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok