Byltingarkenndasta hljómsveitin - ekki Nirvana! Byltingarkenndasta hljómsveitin - ekki Nirvana!

Eftir að hafa lesið u.þ.b. milljón greinar hér á huga hvað Nirvana sé æðisleg hljómsveit og hvað þeir séu byltingarkenndir (flest allt stelpur á aldrinum 12-15 ára) get ég ekki þagað lengur. Árið 1957 var drengur að nafni John W. Lennon sem stofnaði lítið band að nafni Black Jacks, en breytti svo viku síðar í The Quarrymen, seinna varð það Johnny and the Moondogs, svo The Silver-Beatles og á endanum var það einfaldlega The Beatles.
The Beatles er hljómsveit sem hvert mannsbarn þekkir, en þorir ekki að viðurkenna að þeim líki þá því að það ekki ekki “in” ólíkt hljómsveitum á borð við Nirvana. Svo er annað dæmi um byltingarkennda hljómsveit sem varð til úr rústum hljómsveitarinnar Yardbirds, það er auðvitað Led Zeppelin.

Led Zeppelin komu með nýja stefnu tónlistar, sem hafði ekki heyrst áður ásamt The Who, ég á auðvitað við þungarokk. Seinna meir komu hljómsveitir eins Black Sabbath og Uriah Heep. Upp með þessari bylgju var stofnuð hljómsveitin Queen samsett af úrvals tónlistarmönnum, þeir voru með hressandi tónlist og rólegar ballöður fylgdu henni. Svo í kringum 1980 hófst pönkbylgjan, hljómsveitir á borð við The Ramones, Sex Pistols og Clash risu upp en fáar urðu eins eftirminnilegar eins og þær sem ég nefndi. Drengur að nafni Kurt Cobain leit upp til þessara hljómsveita (Sex Pistols aðallega býst ég við) og langaði að verða pönkari. Svo kom tími þar sem hljómsveitir eins og Iron Maiden og Metallica komu upp á sjónarsviðið að ógleymdri Ac/Dc og byrjaði þá þetta “Hair-metal” tímabil.

Hair-metalinn byrjaði vel og voru margar ágætis hljómsveitir þar á ferð, en svo voru líka ómögulegar hljómsveitir (mitt álit) eins og Bon Jovi og Twisted Sister (We're Not Gonna take it og I wanna rock voru nú samt góð lög) urðu frægar og fólk dýrkaði þær. En svo áttaði fólk sig á að þetta var rugl. Árið 1983 var stofnuð grungehljómsveitin Green River og hef ég sterkan grun um að það hafi verið fyrsta sinna líkra, svo kom Soundgarden og eftir það kom umræddasta grungehljómsveit allra tíma, Nirvana. Nirvana var hljómsveit sem varð fyrst fræg árið 1989 með plötu sinni Bleach. Eftir það komst hún einfaldlega í tísku og önnur plata þeirra, Nevermind, gerði þá ennþá frægari. Þriðja breiðskífan þeirra In Utero, sú síðasta sem þeir gáfu út (ef Hormoaning er ekki talin með) innihélt aðeins rólegara efni en á fyrri plötum, og fylgdi henni svona skemmtilegt stúdóklúður að það vantaði bassa á alla plötuna. Hálfu ári eftir þetta fannst Kurt Cobain látinn, ýmsar kenningar eru um dauða hans, líklegast er að hann hafi drepið sig (sem ég kýs að trúa) en aðrir halda því fram að hann hafi drepið sig. Hljómsveit þessi kom Grunge-inu til fólksins og varð þetta svona poppbylgja eins og þetta rap-rock sem er núna. Eftir þetta voru helling af unglingum með sítt og úfið hár að reyna að feta í fótsport Kurt Cobain og verða heimsfrægir, en það var tímabundið þar sem að Nü-metallinn byrjaði innan skamms, en innan um allan þennan sora leynast demantar eins og Muse og Radiohead.

Ef ég þyrfti að nefna hljómsveitir sem hafa haft meiri áhrif á rokkið en Nirvana yrði ég helst að nefna Bítlana, Led Zeppelin, The Who, Rolling Stones, Sex Pistols og Iron Maiden, þó það séu örugglega miklu fleiri.
Það eru þónokkur lög með Nirvana sem ég hef gaman að, ekki misskilja mig, það er alveg hægt að hafa gaman að þeim stöku sinnum en að halda því fram að þeir séu áhrifamesta og byltingarkenndasta hljómsveit allra tíma er bara fáfræði á tónlist. Nevermind diskurinn ratar oft í spilarann hjá mér og það eru nokkur lög á honum sem ég hef gaman að.

Með von um að verða ekki hataður,
AlmarD.