Nú eru áramótin ný yfirstaðin og finnst mér yfirvöld Hafnarfjarðarbæjar (í þessu tilviki)hafa heft þroska og sjálfstæði unglinga til þess að öðlast reynslu til að læra af. Sent var bréf til foreldra unglingar í Hafnarfirði um útivistartíman og biðja þá að halda unglingunum sínum heima yfir þessa einu nótt svona til öryggis, svo þau færu ekki að gera e-ð sem þau mættu ekki. Ekki nóg með það því auk þess var hringt til unglinganna alloft með sömu erindi( ef ekki erindisleisu) því er ekki foreldranna að ákveða hvort unglingar séu heima eða fái að kíkja til vina sinna?
út í aðra sálma sem snerta unglinga líka þá finnst mér hræðilegt hvað fjölmiðlar landsins hafa í gegnum tíðirnar birt neikvæðar myndir af unglingum s.s blásið upp skemmdarverk og bernsku brek sem eru hreint ekki eins slæm og margt sem fullorðna fólkið er að gera. Það er eins og hugtakið “unglingar,, sé annar kynþátttur; sem þeir kannski eru en við erum ekkert verri en aðrir kynþættir ( börn, fullorðnir, gamlir ;) )
Persónulega finnst mér að setja ætti á stofn félag/flokk sem væri pólitískt og inniheldi unglinga frá 13 til tvítugs eða e-ð slíks og myndi það fólk sem á því hefði áhuga að kynnast stjórnmálum landsins og fá að taka þátt í umræðum sem snerta okkar ”kynþátt,, .
Hvað finnst ykkur.?
Helvíti er ekki staður heldur hugarástand.