Raunsæ túlkun. Þú varst mjög náinn henni eins og þú segir og hún var stór hluti af lífi þínu. Þegar það er svona stutt síðan þið hættuð saman er mjög líklegt að hún sé þér ofarlega í huga, jafnvel ómeðvitað, og því alls ekki skrítið að hún komi fram í draumum þínum, sérstaklega eftir sambandsslit. Ekkert meira en það… Hún er þér ofarlega í huga, draumarnir endurspegla það. Ekkert meira, ekkert minna Hvað er berdreymi?