Ég vil byrja á því að taka það fram að þetta er ekki diss eða stælar heldur einungis eigin forvitni sem þráir svaladrykk.

Seint verður hægt að segja að innan dulspekinnar séu sönnunargögn hátt sett og gengur hún oftast út á það að trúa hlutum þrátt fyrir sönnunargögnin.

En þá vaknar spurningin, að þegar einn góðan veðurdag Jesú kemur aftur til að dæma lifendur og dauða, skilja sauðina frá höfrunum og steikja sum okkar í eilífum eldi, hvað þyrfti hann að gera til þess að þú myndir trúa á hann?

Þ.e. þetta beinist til þeirra sem flokka sig sem kristna.
Ef menn eru tilbúnir að trúa í blindni biblíusögunum og kraftaverkunum, væruði tilbúin að trúa honum ef hann kæmi labbandi upp að ykkur í febrúar og segði: Hey, ég er Jesú. Kominn til að dæma lifendur og dauða.

Eða þyrftuð þið sönnunargögn? og ef svo er, hvaða sönnunargögn þyrftuð þið til þess að trúa því að þetta væri virkilega Jesús sem stæði fyrir framan ykkur?

Ef einhverjum finnst þessi korkur móðgangi þá endilega láta mig vita
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig