Vill svo til að ég var á röltinu um klukkan 4 í nótt
(6 Janúar 2008).
Er kominn inn í götu og heyri þá einhver fjandans óhljóð og suð/öskur við vinstri hlið mér, held áfram að labba og heyri hvernig það hækkar alltaf í þessum ópum, og það kemur og fer.
Kem þá þarna framhjá einhverjum trjám og runnum þegar ég lýt inn á milli runnanna í áttina að hljóðinu og stoppa, sé ég þá ekki hvernig það er eitthvað á hreyfingu þarna,
hreyfandi sig frekar “smooth” vinstri til hægri og frekar hægt, samt hratt.. afar furðuleg hreyfing hjá þessari veru.

Annars stífna ég þá llur upp og fyllist af ótta, svona bylgja sem allir hafa fundið fyrir held ég.
Þegar ég gríp til þess ráðs að hugsa um Guð og eitthvað..
Fannst það víst vera það besta á þessum tíma og viti menn það virkaði bara svona helvíti vel, róaðist og signaði mig.
Ákallaði svo veruna til að koma fram og sýna sig en án árangurs. Hún stoppaði og var kjurr.
Þar ákvað ég bara að halda áfram að labba og láta þetta dót vera.

Það er spurning hvort einhverjir fleiri hafa lent í svipaðari veru?
Las hérna eldri kork sem lýsti svartri tístandi veru, að tala? eða eitthvað álíka.

Annars væri gott að fá smá upplýsingar um þetta kvikindi. haha :)

Bætt við 9. janúar 2008 - 07:14
Jæja eftir að hafa verið að flökrast um netið hef ég víst fundið allar þær uppl. sem ég þarf.

Kannski bara betra að deila því hér.
Svo virðist sem þetta er “Shadow”, vera sem hefur yndi á því að hræða fólk og þar með sjúga úr því orku.
Víst nokkuð margar svona verur til og víti til varnaðar er að reyna dírka töluna 12 ?? 12 naglar, 12 tappar o.s.frv, geyma alltaf einhverja 12 hluti á þér?? haha.

Annars er lítið hægt að gera held ég, þó þær hverfi nú strax ef maður tekur eftir þeim.

*mikið meira um þetta fyrirbæri hér:
http://www.monstrous.com/forum/index.php/topic,2046.0.html
Ég er fkn Muffin-King©