Ég væri til í að lifa endalaust ef ég fengi einhvern til að gera það með mér og sega saturn, Mortal Kombat II og innstungu. Annars, þá væri það semi mikið svekk þegar annað hvort heimurinn dregst saman aftur, eða þegar öll orka er komin í jafnvægisástand og heimurinn þeysist kaldur og myrkur út í óendanleikann að vera eitthvað einn að dunda sér. Búinn með allar sudoku í heiminum. Búinn með allar krossgátur, búinn að sá allar myndir. Og maður er svangur.