Áður en ég byrja þessa grein ætla ég að taka fram að ég er sjálfur trúlaus og stolltur af því.

Undanfarið hef ég lesið mikið af greinum og slíku þar sem talað er um hvað trúað fólk er heimskt og vitlaust og oft eru þessar greinar líka fullar af móðgunum og óþarfa leiðindum í garð trúarbragða.
Ég vil bara benda á að alls ekki allir trúleisingjar eru svona, þetta fólk kemur óorði á okkur og býr til staðal ímynd um okkur. Og það gerir mig mjög reiðann. Ekki kalla biblíuna og kóranin bara einhverjar bækur, þetta eru mjög merkilegar bækur sem hafa lifað af í mörg mörg þúsund ár. Ekki bera trú á guði saman við trú á einhyrningum og búálfum, það er svo feitann allt annar hlutur. Fólk ætti að fá að trúa því sem það vill í friði og ekki vera kallað asnar fyrir það. Þið trúleisingjar sem skítkastið á alla sem dirfast að vera trúaðir eruð ekkert betri en þessir and****ans vottar Jehóva sem vekja mann kl.7:00 að morgni til að segja manni frá Jesúsi.

p.s. ég setti þetta í Dulspeki því þar hafa allar þessar anti-trúar greinar verið og það er fólkið sem ég vil ná til)

Bætt við 20. ágúst 2008 - 15:51
Ég biðst innilega afsökunar fyrir að hafa farið með rangt mál í sambandi við aldur trúarrita.Það er til skammar að ég skula hafa vogað mér að svona svakalega og valdið fólki um allan heim alvarlegum sálrænum skaða.
Nýju undirskriftar reglurnar sökka