Nei, það er ekki erfitt. Það eina sem þarf er að hafa frjáls viðskipti við útlönd, þá erum við ekki lengur litla Ísland heldur veitir allur heimurinn samkepppni. Síðan skil ég ekki alveg hvers vegna hagnaður og hagvöxtur ætti ekki að vera mikilvægt markmið. Ef það hefði ekki verið hagvöxtur á 20. öldinni þá myndum við enn lifa í moldar og bárujárnskofum. Hagvöxtur þýðir bara að það sé meira af gæðum, vörum og þjónustu, sem hægt er að dreifa á milli fólksins. Það er það sem maðurinn hefur...