http://kryppa.com/merkel-multikulti-er-kaputt/

Jæja hvað finnst fólki um nýleg skilaboð Angelu Merkel um að innflytjendur séu velkomnir til Þýskalands ef þeir læra tungumál landsins?

Ég sjálfur er frekar sammála henni, það er bara bull og vitleysa að ákveða að búa í einhverju nýju landi án þess að læra tungumálið, að minnsta kosti ensku þar sem heimurinn er að netvæðast rosalega mikið og flest fólk ætti að skilja hana.

Mér finnst flott að Merkel leggji áherslu á þetta. Ef að mikið af innflytjendum frá sama landi kemur til landsins án þess að ákveða að læra tungumálið þá hópast þetta fólk saman og talar bara sitt tungumál í sínu hverfi, myndast svokallað ghettó sbr. Rinkeby í Stokkhólmi.

Mér finnst að innflytjendur ættu bara að skilja þetta, það skapar voðalega litla vinsæld að búa í landi og kunna ekki tungumálið. En þvert á móti skapar það vinsæld og virðingu frá öðru fólki að sýna það að þú getir lært tungumálið, sérstaklega ef þú ert ekki af indó-evrópskum stofni og nærð samt að læra indó-evrópskt mál, finnst mér.