Getur eitthver hérna útskýrt fyrir mér hvers vegna ríkisstjórnin hefur efni á að gefa bloggheimi bitbein, viðræður við ESB, borga listamönnum en getur ómögulega borgað læknum?

einnig, hvert er mat ykkar á stjórnlagaþinginu sjálfu, er þetta óþarft drasl sem er ekkert nema peningasóun og verður í mesta lagi eingöngu ráðgefandi niðurstaða sem þingheimur hundsar út í ystu æsar, er nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni núna?

Þarf ekki að samþykkja stjórnarskrár breytingar á tvem kjörtímabilum? Ég reikna með að Vinstri grænir og Samfylking bíði afhroð í næstu kosningum og myndi næsta þing samþykkja breytingarnar? Væri þá ekki allt unnið fyrir gíg og milljónum hent í buskan.

Hámarksupphæð er 2.000.000 sem frambjóðendur mega eyða í framboðið fyrir stjórnlagaþing, maður kemst nú ekki langt á þeim, og þeir sem jafnvel eyddu svo miklu fengu eflaust slæma kosningu því þá væru þeir án efa gerðir út af eitthverjum hagsmunasamtökum, svo verða þetta ekki bara þekktir og frægir einstaklingar sem þarna verða?

Jæja, ég ætla að hundsa þessa vitleysu, sé ekki ástæðu fyrir að velja 5 fábjána úr 500 fábjána hópi til að senda þá í bæin til að eyða tíma og fé í eitthvað sem er alveg vitagagnslaust. Eins og ég segi bitbein fyrir bloggara og truflun frá uppboðunum og niðurskurði heilsugæslu utan Reykjavíkur.

Getur eitthver nefnt mér ástæðu fyrir því að hundsa ekki þessa vitleysu?
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.