Myndi það virka í nútímasamfélagi? Af hverju/Af hverju ekki?

Fyrir þá sem vita ekki hvað fyrirmyndarríki Platóns er, þá er þetta í grófum dráttum þannig að það eru þrjár stéttir; neðsta stéttin sem er skipuð af alþýðunni (kaupmenn, bændur o.s.frv.) , miðstéttin sem er eins konar herstétt, þ.e. hermenn og löggæslumenn eru skipaðir í hana, og svo “vitringastéttin”, man ekki alveg hvað hún kallast, en hún er efsta stéttin, og hún er skipuð af vitringum, heimspekingum og hugsuðum sem sjá um að stjórna ríkinu.
Barn sem elst upp í ríkinu fær ekki að vita hverjir blóðforeldrar þess eru, heldur sér ríkið um að ala það upp og setja það undir margvísleg próf á meðan uppalningu stendur, til að reyna að setja barnið í einhverja stéttina.

Að mínu mati myndi þetta aldrei ganga til lengdar. Vald spillir, og að lokum myndu alls kyns menn (konur væru jafnráðandi, minni ég á) komast í hugsuðastéttina, og þetta myndi fara í sama horf fyrr eða síðar. Að vísu má hugsa sér að þessar stéttir eru raunverulega til; við hugsum okkur þær einfaldlega ekki þannig. Neðsta stéttin: Kaupmenn og bændur? Er það ekki einfaldlega vinnandi menn, en undanteknir eru löggæslumenn, sem eru skipaðir í miðstéttina, og svo kjósum við “hugsuði”, ef hugsuði skyldi kalla, til að stjórna ríkinu.
Það eina sem er öðruvísi hér er að blóðforeldrar barnsins stjórna uppeldi þess, en það er í raun ekki þörf á öðru, þar sem ætterni spilar minna inn í “stéttaskiptingu” en í Forn-Grikklandi.